Lýðveldið kvatt?

Ágúst Þór Árnason
Ágúst Þór Árnason

„Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins í október 2008 varð þó nokkur umræða um nauðsyn þess að hefja róttæka endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar án þess þó að bent væri á augljós tengsl hennar við áfallið sem riðið hafði yfir þjóðina,“ segir Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir hann m.a. að þrátt fyrir áköll um nýja stjórnarskrá og nýtt lýðveldi hafi lítið farið fyrir greiningu á brotalömum gildandi stjórnarskrár eða nauðsyn þess að stofna nýtt lýðveldi. Ágúst Þór segir að það hafi verið fullyrt að núgildandi stjórnarskrá hefði aldrei verið hugsuð nema til bráðabirgða auk þess sem hún væri dansk-ættuð og með öllu ónothæf í nútímalegu lýðræðissamfélagi Íslendinga.

Í grein sinni segir Ágúst Þór m.a.: „Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkostirnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá (og stjórnskipulega stöðnun) eða samþykkja frumvarp stjórnlagaráðs og þá jafnvel með einhverjum breytingum. Það hefur háð allri umræðu um stjórnarskrármál að ekki hafa komið fram nánar útfærðar hugmyndir um hvernig slík tillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heildartillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert