Skyrgámur í viku hverri til Finnlands

mbl.is/Ómar

Finnar kunna vel að meta skyr frá Íslandi og hefur skyrgámur farið þangað nánast í hverri viku allt þetta ár.

Fleiri sýna skyrinu áhuga og er útlit fyrir að skyr verði flutt út eða framleitt erlendis samkvæmt sérstöku leyfi fyrir um hálfan milljarð á þessu ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Leikarinn Russell Crowe lýsti skyrfíkn sinni eftir dvöl á Íslandi í sumar og lagði Mjólkursamsalan drög að því að koma til hans skyrbirgðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert