Vinnufrelsi Íslendinga í Eyjaálfu

Þrúður var gerð að guðmóður þessa drengs í regnskógum Ekvador.
Þrúður var gerð að guðmóður þessa drengs í regnskógum Ekvador. mbl.is/Þrúður Helgadóttir

Undirskriftasöfnun hefur verið sett í gang til að hvetja utanríkisráðuneytið til að gera samning við stjórnvöld í Ástralíu og Nýja-Sjálandi um svokallað Working Holiday Visa. Með samningnum væri íslenskum ferðamönnum, sem staddir eru í viðkomandi löndum, leyfilegt að starfa þar í allt að þrjá mánuði án þess að þurfa að sækja um sérstakt leyfi.

Fyrir söfnuninni stendur Þrúður Helgadóttir sem er meðal annars eigandi vefsíðunnar bakpokinn.com. Að sögn Þrúðar eru flest lönd í Evrópu, þar með talið öll norrænu ríkin, búin að gera slíkan samning og það sé löngu kominn tími á að íslenska ríkið geri slíkt hið sama.

Hún segir Íslendinga sækja í auknum mæli til Ástralíu og Nýja-Sjálands og að með Working Holiday Visa-samningnum gætu ferðalangar lengt ferðir sínar og aflað sér aukins fjár í nýju landi.

Hægt er að nálgast undirskriftalistann hérna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert