Steingrímur J. sigraðist á Kerlingu

Þegar Steingrímur er ekki að ganga á fjöll heldur hann …
Þegar Steingrímur er ekki að ganga á fjöll heldur hann sér í formi með því að skunda upp stjórnarráðströppurnar. Mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

„Það verður sérhver almennilegur karlmaður að sigra Kerlingu að minnsta kosti einu sinni á ævinni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði norðlenska vikublaðsins Vikudags. 

Ráðherrann er mikill útivistarmaður og göngugarpur og tjáir hann sig m.a. um þetta áhugamál sitt í viðtali Vikudags. Ritstjórinn Karl Eskil Pálsson óskaði eftir ráðleggingum Steingríms um hvaða fjall væri skemmtilegast að klífa og ekki stóð á svari:

„Ég ráðlegg þér eindregið að fara á Kerlingu, ef þú hefur ekki nú þegar gengið á það tignarlega fjall. Það verður sérhver almennilegur karlmaður að sigra Kerlingu að minnsta kosti einu sinni a ævinni. Ég gekk á Kerlingu þegar ég varð fertugur í góðra vina hópi. Að vera uppi á Kerlingu í björtu og góðu veðri er stórkostlegt. Það er toppurinn, þannig að þú drífur þig bara.“

Kerling í Eyjafirði er hæsta fjall Tröllaskaga, en hún rís rúma 1.400 metra yfir sjávarmáli og er afar víðsýnt af tindi hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert