Kosið verði um aðildarviðræður

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan gerir ráð fyrir að atkvæðagreiðslan fari fram eigi síðar en við við alþingiskosningarnar í vor.

Flutningsmenn tillögunnar eru Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Árni Johnsen.  Í tillögunni segir að Alþingi feli „innanríkisráðherra að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.“

Í greinargerð segir að Evrópusambandið standi frammi fyrir miklum erfiðleikum og muni fara í gegnum róttæka endurskoðun á starfsháttum sínum næstu missiri og ár. Á meðan framtíðarhorfur Evrópusambandsins séu í óvissu sé óskynsamlegt af Íslendingum að sækjast eftir aðild án þess að meiri hluti þjóðarinnar sé að baki umsókninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert