Jarðskjálftar í Eyjafjarðarál

www.vedur.is

Hrina jarðskjálfta gekk yfir í dag um 25 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði um ellefuleytið. Stærsti skjálftinn reið yfir kl. 11:08 og mældist um 3,1-3,2 á Richter. Bæði fyrir og eftir þann skjálfta mældust skjálftar á sama svæði, en þeir voru á bilinu 2,5 til 3 á Richter.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands urðu skjálftarnir á svæði sem nefnist Eyjafjarðaráll. Munu jarðskjálftar vera algengir á þessu svæði, og ekkert óvenjulegt við þá hrinu sem nú gekk yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert