Nýtingarleyfum verði úthlutað árlega

Auðlindanefnd vill að hluta sérleyfa til nýtingar fiskstofna við landið verði úthlutað árlega, en nefndin gerir hins vegar ekki beina tillögu um hvað leyfin eigi að vera til langs tíma.

Nefnd forsætisráðherra um stefnumörkun í auðlindamálum ríkisins hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og hefur verið tekin til umfjöllunar í ríkisstjórn. Nefndin var sett á fót samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í maí 2011. Í nefndinni voru Arnar Guðmundsson formaður, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Tryggvason, Indriði H. Þorláksson, Ragnar Arnalds og Svanfríður Inga Jónasdóttir.

Í skýrslunni er m.a. fjallað um hvað úthluta eigi leyfum til að nýta auðlindir til langs tíma. Þar þurfi að leita jafnvægis á milli tveggja sjónarmiða sem bæði séu mikilvæg. Annars vegar er sú lýðræðislega krafa að næstu kynslóðir geti tekið ákvarðanir um útgáfu sérleyfa til nýtingar auðlinda sinna en séu ekki bundnar af mjög löngum sérleyfum. Hins vegar er mikilvægt að hámarka þann auðlindaarð sem eigandi auðlindarinnar fær af nýtingu hennar en taka jafnframt tillit til þarfa sérleyfishafa. Of langur tími skerðir valkosti eiganda auðlindarinnar varðandi endurnýjun sérleyfa til nýtingar, útgáfu nýrra sérleyfa til handa öðrum nýtingaraðilum eða ákvarðanir um að nýta í eigin nafni. Of skammur tími getur dregið úr auðlindaarði sem eigandinn fær auk þess að skapa þrýsting á verð afurða auðlindarinnar og sjálft nýtingarmynstrið, þ.e. aukinn hvati verður til ágengrar nýtingar sem myndi vinna gegn markmiðinu um sjálfbæra þróun.

„Auðlindagreinar eru í mjög misjafnri stöðu hvað varðar markað með sérleyfi til nýtingar. Í orkugeiranum er augljóslega ekki hægt að flytja sérleyfi til nýtingar á milli virkjana. Hins vegar hefur lengi verið mjög virkur markaður með sérleyfi til nýtingar nytjastofna sem háðir eru lögum um aflamark. Þar mætti því tryggja rekstraröryggi með því að nógu stór hluti sérleyfa sé boðinn út á markaði á ári hverju og að þau séu til mismunandi tíma sem mætir þörfum greinarinnar,“ segir í skýrslunni.

Nefndin fjallaði líka um hvað eigi að gera við arð af auðlindum. Nefndin benti á að í ljósi þess að auðlindaarður verður til vegna verðmætis auðlinda víða um land og að nærsamfélögin þurfa oft að færa fórnir og taka á sig kostnað vegna nýtingar, þróunar og hagræðingar í einstökum auðlindagreinum sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að tryggja að hluti auðlindaarðsins renni til verkefna í þessum samfélögum, ekki síst til eflingar innviða og fjölbreyttara atvinnulífs.

Horfa til margra sjónarmiða

Tillögur nefndarinnar byggjast á þeim ítarlegu skýrslum sem unnar hafa verið á undanförnum árum um auðlindamál. Ber þar sérstaklega að geta um starf auðlindanefndar, sem lauk árið 2000.

Auðlindastefnunefnd leggur áherslu á hina samfélagslegu vídd sjálfbærrar þróunar, velferð og sátt. Litið er til þátta á borð við jöfnuð og lýðræðisleg yfirráð auðlinda, gætt að rekstrarhæfi og vaxtarmöguleikum þeirra greina sem byggja beint á auðlindanýtingu og hugað að rétti komandi kynslóða. Þannig sé hægt að ná ásættanlegum stöðugleika.

Drög að skýrslu nefndarinnar voru kynnt opinberlega með málþingi í Hörpu 22. júní 2012 og á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Endanlegri skýrslu var skilað að lokinni úrvinnslu á þeim ábendingum og athugasemdum sem settar voru fram á málþinginu og í kjölfar þess.

Tillögur nefndarinnar

  1. Fyrir nýtingu á auðlindum og takmörkuðum gæðum  í atvinnuskyni verði greitt gjald sem standi undir umsýslu- og umhverfiskostnaði.
  2. Arður sem stafar af aðgangi nýtingaraðila að tiltekinni auðlind eða takmörkuðum gæðum í atvinnuskyni verði skattlagður að hluta. Slíkur arður er þegar fyrir hendi eða líklegur til að myndast vegna vatnsafls, jarðvarma, ferskvatns, fiskistofna, losunarheimilda, þjóðlendna og kolvetnis í jörðu.
  3. Nýtingarleyfi verði háð skýrum reglum og gildistími þeirra taki mið af eðli viðkomandi auðlindar, nauðsynlegri fjárfestingu, fjölda nýtingaraðila og aðgengis að sérleyfum.
  4. Tekjur ríkisins af auðlindum komi fram á sérstökum Auðlindareikningi, sem meðal annars fylgi fjárlagafrumvarpi, og sýni verðmæti auðlindanna og framlag þeirra til samfélagsins.
  5. Arði af endurnýjanlegum auðlindum verði ráðstafað af Alþingi, með sama hætti og öðrum tekjum ríkisins. Komi til tekna af óendurnýjanlegum auðlindum renni þær í Auðlindasjóð, í þágu hagsmuna komandi kynslóða.
  6. Tilhögun við auðlindaumsýslu verði með samræmdum hætti. Byggð verði upp sérþekking á mismunandi leiðum við mat á auðlindarentu, skilaleiðum auðlindaarðs til þjóðarinnar, aðferðum við úthlutun sérleyfa, gildistíma þeirra og öðrum skilyrðum sem slíkri umsýslu tengjast.

Skýrsla auðlindanefndar

mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Innlent »

Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

09:11 Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

„Maður fæðist og lifir með fuglunum“

08:18 „Ég fæddist í Einarshúsi í Flatey á Breiðafirði. Ég man nú varla eftir mér fyrr en ég verð níu ára. Húsbóndinn á heimilinu sagði þá: „Þú verður tíu ára í haust og þarft að gegna öllu fullorðnu fólki, því þú þarft að vinna fyrir mat þínum, hreppurinn borgar ekki meir.““ Meira »

Grensásvegur 12 skoðaður enn frekar

07:52 Byggingarvinnustaðurinn við Grensásveg 12 er til skoðunar hjá Samiðn, sambandi iðnfélaga, vegna gruns um að brotið hafi verið á starfsmönnum hvað launakjör og önnur kjarasamningsbundin réttindi varðar. Um er að ræða erlenda starfsmenn. Meira »

Rýming Háaleitisskóla í skoðun

07:57 Reykjavíkurborg skoðar nú hvort nauðsynlegt sé að fara í rýmingaraðgerðir í Háaleitisskóla (áður Álftamýrarskóli) vegna ástands skólabyggingarinnar. Meira »

Bágbornir hemlar ollu banaslysinu

07:37 Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Mýrdalnum 20. júní 2016 er rakið til þess að hemlar festivagns voru í afar bágbornu ástandi. Meira »

Þrenn verðlaun á Stevie Awards

07:30 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards-verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York um síðustu helgi. Meira »

Þarf mögulega að endurskoða ferðaáætlun félagsins

07:30 Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, ræddi gönguleiðirnar um Öræfajökul á K100.   Meira »

Spá éljagangi og vindstrengjum

07:06 Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og fylgjast vel með veðurspám, en áfram geisar á landinu og vindhraðinn þennan morguninn verður allhvass. Meira »

Líkamsárás við Melgerði

06:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás við Melgerði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ráðist hafði verið á mann á sjötugsaldri er hann kom að mönnum inni á heimili sínu. Meira »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Gleymdi tönnunum á veitingastaðnum

06:12 Veitingahús við Austurstræti í miðborginni óskaði eftir aðstoð lögreglu um hálfsjöleytið í gærkvöldi þar sem að ölvaður viðskiptavinur hafði skilið gervitennur sínar eftir á borði veitingastaðarins er hann yfirgaf staðinn. Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Kia Ceed 2012 árgerð
Til Sölu Kia Ceed, Dísel Tjónalaus Keyrður 72.xxx km Sjálfskiptur Reyklaust ...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...