Nýtingarleyfum verði úthlutað árlega

Auðlindanefnd vill að hluta sérleyfa til nýtingar fiskstofna við landið verði úthlutað árlega, en nefndin gerir hins vegar ekki beina tillögu um hvað leyfin eigi að vera til langs tíma.

Nefnd forsætisráðherra um stefnumörkun í auðlindamálum ríkisins hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og hefur verið tekin til umfjöllunar í ríkisstjórn. Nefndin var sett á fót samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í maí 2011. Í nefndinni voru Arnar Guðmundsson formaður, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Tryggvason, Indriði H. Þorláksson, Ragnar Arnalds og Svanfríður Inga Jónasdóttir.

Í skýrslunni er m.a. fjallað um hvað úthluta eigi leyfum til að nýta auðlindir til langs tíma. Þar þurfi að leita jafnvægis á milli tveggja sjónarmiða sem bæði séu mikilvæg. Annars vegar er sú lýðræðislega krafa að næstu kynslóðir geti tekið ákvarðanir um útgáfu sérleyfa til nýtingar auðlinda sinna en séu ekki bundnar af mjög löngum sérleyfum. Hins vegar er mikilvægt að hámarka þann auðlindaarð sem eigandi auðlindarinnar fær af nýtingu hennar en taka jafnframt tillit til þarfa sérleyfishafa. Of langur tími skerðir valkosti eiganda auðlindarinnar varðandi endurnýjun sérleyfa til nýtingar, útgáfu nýrra sérleyfa til handa öðrum nýtingaraðilum eða ákvarðanir um að nýta í eigin nafni. Of skammur tími getur dregið úr auðlindaarði sem eigandinn fær auk þess að skapa þrýsting á verð afurða auðlindarinnar og sjálft nýtingarmynstrið, þ.e. aukinn hvati verður til ágengrar nýtingar sem myndi vinna gegn markmiðinu um sjálfbæra þróun.

„Auðlindagreinar eru í mjög misjafnri stöðu hvað varðar markað með sérleyfi til nýtingar. Í orkugeiranum er augljóslega ekki hægt að flytja sérleyfi til nýtingar á milli virkjana. Hins vegar hefur lengi verið mjög virkur markaður með sérleyfi til nýtingar nytjastofna sem háðir eru lögum um aflamark. Þar mætti því tryggja rekstraröryggi með því að nógu stór hluti sérleyfa sé boðinn út á markaði á ári hverju og að þau séu til mismunandi tíma sem mætir þörfum greinarinnar,“ segir í skýrslunni.

Nefndin fjallaði líka um hvað eigi að gera við arð af auðlindum. Nefndin benti á að í ljósi þess að auðlindaarður verður til vegna verðmætis auðlinda víða um land og að nærsamfélögin þurfa oft að færa fórnir og taka á sig kostnað vegna nýtingar, þróunar og hagræðingar í einstökum auðlindagreinum sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að tryggja að hluti auðlindaarðsins renni til verkefna í þessum samfélögum, ekki síst til eflingar innviða og fjölbreyttara atvinnulífs.

Horfa til margra sjónarmiða

Tillögur nefndarinnar byggjast á þeim ítarlegu skýrslum sem unnar hafa verið á undanförnum árum um auðlindamál. Ber þar sérstaklega að geta um starf auðlindanefndar, sem lauk árið 2000.

Auðlindastefnunefnd leggur áherslu á hina samfélagslegu vídd sjálfbærrar þróunar, velferð og sátt. Litið er til þátta á borð við jöfnuð og lýðræðisleg yfirráð auðlinda, gætt að rekstrarhæfi og vaxtarmöguleikum þeirra greina sem byggja beint á auðlindanýtingu og hugað að rétti komandi kynslóða. Þannig sé hægt að ná ásættanlegum stöðugleika.

Drög að skýrslu nefndarinnar voru kynnt opinberlega með málþingi í Hörpu 22. júní 2012 og á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Endanlegri skýrslu var skilað að lokinni úrvinnslu á þeim ábendingum og athugasemdum sem settar voru fram á málþinginu og í kjölfar þess.

Tillögur nefndarinnar

  1. Fyrir nýtingu á auðlindum og takmörkuðum gæðum  í atvinnuskyni verði greitt gjald sem standi undir umsýslu- og umhverfiskostnaði.
  2. Arður sem stafar af aðgangi nýtingaraðila að tiltekinni auðlind eða takmörkuðum gæðum í atvinnuskyni verði skattlagður að hluta. Slíkur arður er þegar fyrir hendi eða líklegur til að myndast vegna vatnsafls, jarðvarma, ferskvatns, fiskistofna, losunarheimilda, þjóðlendna og kolvetnis í jörðu.
  3. Nýtingarleyfi verði háð skýrum reglum og gildistími þeirra taki mið af eðli viðkomandi auðlindar, nauðsynlegri fjárfestingu, fjölda nýtingaraðila og aðgengis að sérleyfum.
  4. Tekjur ríkisins af auðlindum komi fram á sérstökum Auðlindareikningi, sem meðal annars fylgi fjárlagafrumvarpi, og sýni verðmæti auðlindanna og framlag þeirra til samfélagsins.
  5. Arði af endurnýjanlegum auðlindum verði ráðstafað af Alþingi, með sama hætti og öðrum tekjum ríkisins. Komi til tekna af óendurnýjanlegum auðlindum renni þær í Auðlindasjóð, í þágu hagsmuna komandi kynslóða.
  6. Tilhögun við auðlindaumsýslu verði með samræmdum hætti. Byggð verði upp sérþekking á mismunandi leiðum við mat á auðlindarentu, skilaleiðum auðlindaarðs til þjóðarinnar, aðferðum við úthlutun sérleyfa, gildistíma þeirra og öðrum skilyrðum sem slíkri umsýslu tengjast.

Skýrsla auðlindanefndar

mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Innlent »

„Nú? Er Ísland eyja?“

20:34 Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

19:05 Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »

Skammhlaup í rafstreng í Straumsvík

14:56 Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í álverið í Straumsvík á þriðja tímanum í dag eftir að skammhlaup varð í rafstreng sem liggur frá tölvuhúsi í skrifstofuhús. Þegar fyrsti bíll mætti á vettvang var stærsta hluta slökkviliðs snúið við en tveir bílar fóru á vettvang. Meira »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Eldur kom tvisvar upp í sama bílnum

15:04 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bifreið hjá Vogi nærri Stórhöfða í dag eftir að eldur kom þar upp. Þegar slökkviliðið hafði slökkt eldinn barst útkall vegna elds í álverinu í Straumsvík og fór slökkvibíllinn í útkallið þar sem slökkviliðsmenn töldu sig hafa slökkt eldinn í bifreiðinni. Meira »

„Viljugur til verka og hörkuduglegur“

14:50 „Hann hefur lagt sig 110% fram í vinnu,“ segir Kristinn Pálsson, vinnuveitandi nígeríska hælisleitandans Sunday, í samtali við mbl.is. Sunday, eiginkonu hans Joy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Mary, verður vísað úr landi en þau sóttu um hæli hér á landi og dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »
Flottur amerískur á 199þ.
Crysler Concord 1999 með öllu,ekinn 230þ.km. skoðaður 18, gott verð 199000 uppl...
Manntal 1703
Manntal á Íslandi 1703 til sölu ásamt manntali í þremur sýslum 1729, innbundið í...
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...