Nýtingarleyfum verði úthlutað árlega

Auðlindanefnd vill að hluta sérleyfa til nýtingar fiskstofna við landið verði úthlutað árlega, en nefndin gerir hins vegar ekki beina tillögu um hvað leyfin eigi að vera til langs tíma.

Nefnd forsætisráðherra um stefnumörkun í auðlindamálum ríkisins hefur skilað skýrslu til forsætisráðherra og hefur verið tekin til umfjöllunar í ríkisstjórn. Nefndin var sett á fót samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar í maí 2011. Í nefndinni voru Arnar Guðmundsson formaður, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Tryggvason, Indriði H. Þorláksson, Ragnar Arnalds og Svanfríður Inga Jónasdóttir.

Í skýrslunni er m.a. fjallað um hvað úthluta eigi leyfum til að nýta auðlindir til langs tíma. Þar þurfi að leita jafnvægis á milli tveggja sjónarmiða sem bæði séu mikilvæg. Annars vegar er sú lýðræðislega krafa að næstu kynslóðir geti tekið ákvarðanir um útgáfu sérleyfa til nýtingar auðlinda sinna en séu ekki bundnar af mjög löngum sérleyfum. Hins vegar er mikilvægt að hámarka þann auðlindaarð sem eigandi auðlindarinnar fær af nýtingu hennar en taka jafnframt tillit til þarfa sérleyfishafa. Of langur tími skerðir valkosti eiganda auðlindarinnar varðandi endurnýjun sérleyfa til nýtingar, útgáfu nýrra sérleyfa til handa öðrum nýtingaraðilum eða ákvarðanir um að nýta í eigin nafni. Of skammur tími getur dregið úr auðlindaarði sem eigandinn fær auk þess að skapa þrýsting á verð afurða auðlindarinnar og sjálft nýtingarmynstrið, þ.e. aukinn hvati verður til ágengrar nýtingar sem myndi vinna gegn markmiðinu um sjálfbæra þróun.

„Auðlindagreinar eru í mjög misjafnri stöðu hvað varðar markað með sérleyfi til nýtingar. Í orkugeiranum er augljóslega ekki hægt að flytja sérleyfi til nýtingar á milli virkjana. Hins vegar hefur lengi verið mjög virkur markaður með sérleyfi til nýtingar nytjastofna sem háðir eru lögum um aflamark. Þar mætti því tryggja rekstraröryggi með því að nógu stór hluti sérleyfa sé boðinn út á markaði á ári hverju og að þau séu til mismunandi tíma sem mætir þörfum greinarinnar,“ segir í skýrslunni.

Nefndin fjallaði líka um hvað eigi að gera við arð af auðlindum. Nefndin benti á að í ljósi þess að auðlindaarður verður til vegna verðmætis auðlinda víða um land og að nærsamfélögin þurfa oft að færa fórnir og taka á sig kostnað vegna nýtingar, þróunar og hagræðingar í einstökum auðlindagreinum sé bæði sjálfsagt og eðlilegt að tryggja að hluti auðlindaarðsins renni til verkefna í þessum samfélögum, ekki síst til eflingar innviða og fjölbreyttara atvinnulífs.

Horfa til margra sjónarmiða

Tillögur nefndarinnar byggjast á þeim ítarlegu skýrslum sem unnar hafa verið á undanförnum árum um auðlindamál. Ber þar sérstaklega að geta um starf auðlindanefndar, sem lauk árið 2000.

Auðlindastefnunefnd leggur áherslu á hina samfélagslegu vídd sjálfbærrar þróunar, velferð og sátt. Litið er til þátta á borð við jöfnuð og lýðræðisleg yfirráð auðlinda, gætt að rekstrarhæfi og vaxtarmöguleikum þeirra greina sem byggja beint á auðlindanýtingu og hugað að rétti komandi kynslóða. Þannig sé hægt að ná ásættanlegum stöðugleika.

Drög að skýrslu nefndarinnar voru kynnt opinberlega með málþingi í Hörpu 22. júní 2012 og á heimasíðu forsætisráðuneytisins. Endanlegri skýrslu var skilað að lokinni úrvinnslu á þeim ábendingum og athugasemdum sem settar voru fram á málþinginu og í kjölfar þess.

Tillögur nefndarinnar

  1. Fyrir nýtingu á auðlindum og takmörkuðum gæðum  í atvinnuskyni verði greitt gjald sem standi undir umsýslu- og umhverfiskostnaði.
  2. Arður sem stafar af aðgangi nýtingaraðila að tiltekinni auðlind eða takmörkuðum gæðum í atvinnuskyni verði skattlagður að hluta. Slíkur arður er þegar fyrir hendi eða líklegur til að myndast vegna vatnsafls, jarðvarma, ferskvatns, fiskistofna, losunarheimilda, þjóðlendna og kolvetnis í jörðu.
  3. Nýtingarleyfi verði háð skýrum reglum og gildistími þeirra taki mið af eðli viðkomandi auðlindar, nauðsynlegri fjárfestingu, fjölda nýtingaraðila og aðgengis að sérleyfum.
  4. Tekjur ríkisins af auðlindum komi fram á sérstökum Auðlindareikningi, sem meðal annars fylgi fjárlagafrumvarpi, og sýni verðmæti auðlindanna og framlag þeirra til samfélagsins.
  5. Arði af endurnýjanlegum auðlindum verði ráðstafað af Alþingi, með sama hætti og öðrum tekjum ríkisins. Komi til tekna af óendurnýjanlegum auðlindum renni þær í Auðlindasjóð, í þágu hagsmuna komandi kynslóða.
  6. Tilhögun við auðlindaumsýslu verði með samræmdum hætti. Byggð verði upp sérþekking á mismunandi leiðum við mat á auðlindarentu, skilaleiðum auðlindaarðs til þjóðarinnar, aðferðum við úthlutun sérleyfa, gildistíma þeirra og öðrum skilyrðum sem slíkri umsýslu tengjast.

Skýrsla auðlindanefndar

mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Innlent »

Fjölgun mála með ólíkindum

07:57 „Það er með ólíkindum hvað koma mörg mál til okkar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar en mjög mikil fjölgun hefur orðið á erindum og verkefnum sem koma inn á borð Persónuverndar. Meira »

Drengirnir ekki komnir inn í framhaldsskóla

07:49 Enn eru tveir fatlaðir 16 ára drengir ekki komnir með skólavist í framhaldsskóla nú í haust. Eins og komið hefur fram í fréttum var þeim báðum synjað um skólavist vegna plássleysis. Meira »

Verða yfirheyrðir áfram í dag

07:45 Tveir menn sem voru handteknir á vettvangi alvarlegrar líkamsárásar, sem leiddi til dauða konu, hafa verð yfirheyrðir í nótt og verða þeir yfirheyrðir áfram í dag. Væntanlega verður farið fram á gæsluvarðhald síðar í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns. Meira »

Líkur á niðurrifi á húsi OR hafa aukist

07:37 Sú leið að gera við veggi vesturhúss höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verður líklega ekki farin. Líkur á niðurrifi virðast því hafa aukist. Meira »

Stormviðvörun fyrir morgundaginn

06:42 Búist er við stormi (meira en 20 m/s) sunnantil á landinu á morgun. Spáð er mikilli rigningu á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum á morgun, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Sluppu ómeiddir frá bílveltu

06:03 Enginn slasaðist þegar bíll valt við Lónsá skammt fyrir utan Akureyri í gærkvöldi, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. Meira »

Ný höfn í Nuuk

05:30 Íslendingar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við byggingu nýrrar stórskipahafnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, sem vígð verður við hátíðlega athöfn í dag. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er rösklega 11 milljarðar íslenskra króna. Meira »

Snúa þarf við blaðinu

05:30 Verði ekki snúið af braut núverandi stefnumörkunar stjórnvalda og hagsmunasamtaka atvinnulífsins í málefnum iðnmenntunar mun samfélagið allt bíða af því tjón. Meira »

Langvía, teista, lundi og fýll á válista

05:30 Margar tegundir sjófugla eru á nýjum válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fugla sem hætta steðjar að. Langvía, teista, lundi, toppskarfur, fýll, skúmur, hvítmávur, rita, og kría eru þarna á meðal. Meira »

Siglingar við Eyjar eru í óvissu

05:30 Ölduspá fyrir Landeyjahöfn gefur tilefni til þess að norska ferjan Röst, afleysingaskip sem leigt var í stað Herjólfs, sigli ekki frá Eyjum frá og með morgundeginum. Meira »

Á fullt erindi til Strassborgar

05:30 „Niðurstaðan í þessu er þannig að mér sýnist að þetta mál eigi fullt erindi til Mannréttindadómstólsins,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Fjórtán alvarleg atvik á spítalanum

05:30 Fjöldi skráðra alvarlegra atvika á Landspítalanum er orðinn fjórtán það sem af er þessu ári, samkvæmt nýútkomnum Starfsemisupplýsingum spítalans sem ná frá byrjun janúar til loka ágúst. Meira »

Hjólreiðaslysum fjölgað verulega

05:30 Hjólreiðafólki hefur fjölgað mikið á síðustu árum og hefur hjólreiðaslysum fjölgað hægt og bítandi á sama tíma. Í fyrra voru samtals skráð 137 hjólreiðaslys á Íslandi þar sem slys urðu á fólki. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
38 ferm sumarbústaður og geggjuð lóð til sölu.
Paradís til sölu í Eyrarskógi, 1 klukkutími frá Reykjavík Hrísbrekka 19, 301...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
 
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...