Sinna skyldum sínum áfram

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Ómar Óskarsson

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra á von á því að starfsfólk í heilbrigðiskerfinu muni sinna sínum störfum eins og áður þrátt fyrir óánægju í kjölfar fyrirhugaðrar launahækkunar Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, sem reyndar var dregin til baka. En þetta kom fram í útvarpsviðtali við Guðbjart í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

„Ég ætla að vona að í þeim athugasemdum sem eru að koma fram felist málefnaleg rök og þá verður unnið úr þeim. Fólk almennt í velferðarkerfinu hættir ekki að vinna sína vinnu þó að áföll verði eða það verði reitt út af einhverju. Starfsfólkið hefur sýnt það í gegnum árin að það er tilbúið að þjónusta sína sjúklinga og er tilbúið að gera það áfram. Það hefur komið fram í viðræðum við deildarstjóra og aðra,“ sagði Guðbjartur

Guðbjartur sagði jafnframt að þrátt fyrir erfiðleika og niðurskurð undanfarin ár fengi Landspítalinn gríðarlega góðar mælingar á öllum þáttum og væri að keppa við bestu heilbrigðiskerfi í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert