Trúnaðarskjali lekið til Kastljóss

Kastljós
Kastljós

Óbirtu trúnaðarskjali vegna kaupa á fjárhagsupplýsingakerfi fyrir ríkið var komið með ólögmætum hætti til Kastljóss, að sögn Ríkisendurskoðunar.

Í frétt Kastljóss um þetta fjárhags- og bókhaldskerfi segir að kerfið hafi kostað fjóra milljarða, en það hafi átt að kosta 160 milljónir. Í Kastljósi sagði að  Ríkisendurskoðun hefði skrifað svarta skýrslu um málið sem enginn fengi að sjá.

Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir: „Umrætt vinnuplagg er trúnaðargagn sem komið hefur verið með ólögmætum hætti til Kastljóss. Plaggið hefur ekki verið sent formlega til hlutaðeigandi aðila til andmæla. Villur, rangfærslur og misskilningur sem plaggið kann að innihalda hafa því ekki verið leiðrétt.

Þeir aðilar sem athuganir Ríkisendurskoðunar beinast að hafa rétt til að andmæla frumniðurstöðum stofnunarinnar. Stofnunin fer ávallt vandlega yfir slík andmæli áður en gengið er frá endanlegri skýrslu og tekur afstöðu til þess að hvaða marki tekið verði tillit til þeirra. Með umfjöllun Kastljóss hafa hlutaðeigandi aðilar í reynd verið sviptir þessum andmælarétti. Iðulega breytast drög að skýrslum sem Ríkisendurskoðun hefur í smíðum í kjölfar andmæla. Jafnvel eru dæmi um að slík vinnuplögg taki stakkaskiptum á lokastigum vinnslu. Það er því beinlínis rangt að leggja umrætt plagg að jöfnu við fullgerða skýrslu.


Í ljósi framangreinds telur Ríkisendurskoðun óábyrgt af Kastljósi að vitna eða vísa með öðrum hætti til þessa vinnuplaggs, líkt og um endanlega skýrslu sé að ræða. Þess má raunar geta að tölur þær sem nefndar voru í umfjöllun Kastljóssins er að finna í fjárlögum og ríkisreikningi og hafa því lengi verið opinberar upplýsingar.

Ríkisendurskoðun viðurkennir að vinna við verkefnið hefur dregist á langinn. Þegar umrætt vinnuplagg lá fyrir í árslok 2009 var ákveðið að skoða betur nokkra þætti og uppfæra upplýsingar sem orðnar voru úreltar. Þessi vinna hefur farið fram á undanförnum misserum með hléum. Áætlað er að henni ljúki áður en langt um líður og að niðurstöður verði birtar í opinberri skýrslu. Fráleitt er að halda því fram að Ríkisendurskoðun hafi reynt að halda mikilvægum upplýsingum frá Alþingi, enda sendir stofnunin árlega um 30 rit til þingsins þar sem iðulega er fjallað með gagnrýnum hætti um margvíslega þætti ríkisrekstrarins.

Ríkisendurskoðun harmar að umrætt ófullgert vinnuplagg stofnunarinnar hafi ratað í fjölmiðla enda er það, af fyrrgreindum ástæðum, afar óheppilegt og getur ekki stuðlað að upplýstri umræðu. Þvert á móti kann það að skaða þá hagsmuni sem í húfi eru. Þá getur boðuð umfjöllun Kastljóssins um öryggismál fjárhagsupplýsingakerfis ríkisins stefnt mikilvægum almannahagsmunum í voða og haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér.“

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
mbl.is

Innlent »

Milljarðar lagðir í Rafnar

05:30 Fyrirtækið Rafnar, sem smíðar báta á grundvelli uppfinningar Össurar Kristinssonar stoðtækjasmiðs, vinnur nú að samstarfssamningum við rótgróin fyrirtæki í Bandaríkjunum og Kanada. Meira »

„Komið út fyrir velsæmismörk“

05:30 „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin leggur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Horft til annarra norrænna landa

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni. Meira »

Hættir sem formaður Eflingar

05:30 Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili. Meira »

Ekki náðisst saman við Færeyinga

05:30 Samningaviðræðum lauk ekki í tvíhliða viðræðum um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir Íslendinga og Færeyinga í Þórshöfn í vikunni. Meira »

Í síðasta kolmunnatúr fyrir jól

05:30 okkalegasta fiskirí hefur verið á kolmunnamiðum suðaustur af Færeyjum síðustu daga. Átta íslensk uppsjávarskip voru á miðunum í gær; Venus, Víkingur, Aðalsteinn Jónsson, Jón Kjartansson, Börkur, Beitir, Heimaey og Sigurður. Meira »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Óskýr og villandi hugtakanotkun

05:30 Dæmi eru um ranga, óskýra eða villandi hugtakanotkun víða í íslenskri löggjöf. Þetta er sérstaklega áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

útskorið og flott sófaborð
er með fallegt sófaborð útskorið með svartri glerplötu á 35,000 kr sími 869-2798...
Hljóðbók og vasapésar
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...