Trúnaðarskjali lekið til Kastljóss

Kastljós
Kastljós

Óbirtu trúnaðarskjali vegna kaupa á fjárhagsupplýsingakerfi fyrir ríkið var komið með ólögmætum hætti til Kastljóss, að sögn Ríkisendurskoðunar.

Í frétt Kastljóss um þetta fjárhags- og bókhaldskerfi segir að kerfið hafi kostað fjóra milljarða, en það hafi átt að kosta 160 milljónir. Í Kastljósi sagði að  Ríkisendurskoðun hefði skrifað svarta skýrslu um málið sem enginn fengi að sjá.

Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir: „Umrætt vinnuplagg er trúnaðargagn sem komið hefur verið með ólögmætum hætti til Kastljóss. Plaggið hefur ekki verið sent formlega til hlutaðeigandi aðila til andmæla. Villur, rangfærslur og misskilningur sem plaggið kann að innihalda hafa því ekki verið leiðrétt.

Þeir aðilar sem athuganir Ríkisendurskoðunar beinast að hafa rétt til að andmæla frumniðurstöðum stofnunarinnar. Stofnunin fer ávallt vandlega yfir slík andmæli áður en gengið er frá endanlegri skýrslu og tekur afstöðu til þess að hvaða marki tekið verði tillit til þeirra. Með umfjöllun Kastljóss hafa hlutaðeigandi aðilar í reynd verið sviptir þessum andmælarétti. Iðulega breytast drög að skýrslum sem Ríkisendurskoðun hefur í smíðum í kjölfar andmæla. Jafnvel eru dæmi um að slík vinnuplögg taki stakkaskiptum á lokastigum vinnslu. Það er því beinlínis rangt að leggja umrætt plagg að jöfnu við fullgerða skýrslu.


Í ljósi framangreinds telur Ríkisendurskoðun óábyrgt af Kastljósi að vitna eða vísa með öðrum hætti til þessa vinnuplaggs, líkt og um endanlega skýrslu sé að ræða. Þess má raunar geta að tölur þær sem nefndar voru í umfjöllun Kastljóssins er að finna í fjárlögum og ríkisreikningi og hafa því lengi verið opinberar upplýsingar.

Ríkisendurskoðun viðurkennir að vinna við verkefnið hefur dregist á langinn. Þegar umrætt vinnuplagg lá fyrir í árslok 2009 var ákveðið að skoða betur nokkra þætti og uppfæra upplýsingar sem orðnar voru úreltar. Þessi vinna hefur farið fram á undanförnum misserum með hléum. Áætlað er að henni ljúki áður en langt um líður og að niðurstöður verði birtar í opinberri skýrslu. Fráleitt er að halda því fram að Ríkisendurskoðun hafi reynt að halda mikilvægum upplýsingum frá Alþingi, enda sendir stofnunin árlega um 30 rit til þingsins þar sem iðulega er fjallað með gagnrýnum hætti um margvíslega þætti ríkisrekstrarins.

Ríkisendurskoðun harmar að umrætt ófullgert vinnuplagg stofnunarinnar hafi ratað í fjölmiðla enda er það, af fyrrgreindum ástæðum, afar óheppilegt og getur ekki stuðlað að upplýstri umræðu. Þvert á móti kann það að skaða þá hagsmuni sem í húfi eru. Þá getur boðuð umfjöllun Kastljóssins um öryggismál fjárhagsupplýsingakerfis ríkisins stefnt mikilvægum almannahagsmunum í voða og haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér.“

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
mbl.is

Innlent »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »

Forvitnilegt súpurölt um Hvolsvöll

21:00 „Hátíðin hefur vaxið síðustu ár og sérstaklega síðust fimm ár. Það er alltaf fullt á tjaldsvæðinu og margir brottfluttir Hvolsvellingar láta sjá sig,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra um Kjötsúpuhátíðina sem verður haldin á Hvolsvelli um helgina. Meira »

Strætó ekur á hjólreiðamann

20:40 Strætisvagn ók á hjólreiðamann á gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar laust fyrir hálfníu í kvöld.  Meira »

Vantar þrjá kennara í Hafnarfirði

20:25 Í Hafnarfirði vantar þrjá grunnskólakennara til starfa þegar tölur voru teknar saman í gær, samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ. Í Störf skólaliða og stuðningsfulltrúa vantar 12 starfsmenn og 13 frístundaleiðbeinendur á frístundaheimilum. Meira »

„Við getum ekki borgað okkur laun“

20:00 Við eldhúsborðið á Hallgilsstöðum í Þistilfirði situr sauðfjárbóndinn Maríus Halldórsson með reiknivél í hönd. Hann rýnir í nýútgefna verðskrá KS og reiknast til að fyrir lamb sem vegur 15 kíló fái hann greiddar 5.600 krónur. Meira »

„Risastór og akfeitur sigur“

19:50 „Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta.“ Meira »

Slasaðist á svifdreka við Hafravatn

19:31 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um sexleytið í kvöld til að aðstoða svifdrekaflugmann sem slasaðist í Hafrahlíð fyrir ofan Hafravatn. Meira »

„Það er manneskja á bakvið hvern draug“

19:36 Kristín Steinsdóttir rithöfundur á frumkvæði að gerð minningarskjaldar um Þórdísi Þorgeirsdóttur, sem var drepin í Stafdal ofan Seyðisfjarðar árið 1797 og fékk síðar á sig illt orð í þjóðsögum. Meira »

Málaði minningarvegg um Bowie

19:15 Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tónlistarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie-aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies. Farið er að gera slíka minningarveggi víða um heim. Meira »

Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út

19:03 Hvorki fyrsti né ann­ar vinn­ing­ur gengu út í Vík­ingalottói kvölds­ins. Fyr­ir fyrsta vinn­ing voru í boði rúmir tveir millj­arðar króna, en um rúmlega 128 milljónir voru í boði fyr­ir ann­an vinn­ing. Meira »

Sveinbjörg Birna hættir í Framsókn

18:54 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, hyggst hætta í Framsóknarflokknum. Meira »

Listnámið var hennar lán í óláni

18:35 Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Myndlistaskólans í Reykjavík og 65 ára er hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands, eftir að hafa áður starfað við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. Meira »

Verði nýttur til uppbyggingar fyrir fatlaða

18:21 Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga mun fá nýtt hlutverk verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins að lögum. Frumvarpið var til umræðu á fundi ríkisstjórnar í morgun. Meira »

Boða til auka-aðalfundar

17:53 „Okkur voru kynntar einhverjar lauslegar tillögur, þær eru ekki útfærðar og við erum náttúrlega bara að bíða eftir útfærslunni,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við mbl.is. Meira »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »

69 ábendingar um óþef á einum degi

17:55 Yfir 400 ábendingar um meinta lyktarmengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík hafa borist Umhverfisstofnun í ágúst. Um tugur ábendinga barst í dag en í gær voru þær margfalt fleiri eða 69. Verið er að keyra ofn verksmiðjunnar í gang aftur. Meira »

Leiðbeinendum fjölgar í grunnskólum

17:40 „Leiðbeinendum fjölgar í skólanum. Það þarf meiri slaka í þetta kerfi þannig að fólk með kennaramenntun geti farið á milli skólastiga og kennt,“ segir Lars Jóhann Imsland, skólastjóri Hraunvallaskóla. Meira »

Yrðu dýrustu jarðgöng á Íslandi

17:10 Gjaldtaka á stofnleiðum í kring um höfuðborgarsvæðið gætu skapað svigrúm til að ráðast í brýnar samgönguúrbætur víða um land. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á opnum fundi á Reyðarfirði á mánudag. Meira »
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...