Trúnaðarskjali lekið til Kastljóss

Kastljós
Kastljós

Óbirtu trúnaðarskjali vegna kaupa á fjárhagsupplýsingakerfi fyrir ríkið var komið með ólögmætum hætti til Kastljóss, að sögn Ríkisendurskoðunar.

Í frétt Kastljóss um þetta fjárhags- og bókhaldskerfi segir að kerfið hafi kostað fjóra milljarða, en það hafi átt að kosta 160 milljónir. Í Kastljósi sagði að  Ríkisendurskoðun hefði skrifað svarta skýrslu um málið sem enginn fengi að sjá.

Í yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir: „Umrætt vinnuplagg er trúnaðargagn sem komið hefur verið með ólögmætum hætti til Kastljóss. Plaggið hefur ekki verið sent formlega til hlutaðeigandi aðila til andmæla. Villur, rangfærslur og misskilningur sem plaggið kann að innihalda hafa því ekki verið leiðrétt.

Þeir aðilar sem athuganir Ríkisendurskoðunar beinast að hafa rétt til að andmæla frumniðurstöðum stofnunarinnar. Stofnunin fer ávallt vandlega yfir slík andmæli áður en gengið er frá endanlegri skýrslu og tekur afstöðu til þess að hvaða marki tekið verði tillit til þeirra. Með umfjöllun Kastljóss hafa hlutaðeigandi aðilar í reynd verið sviptir þessum andmælarétti. Iðulega breytast drög að skýrslum sem Ríkisendurskoðun hefur í smíðum í kjölfar andmæla. Jafnvel eru dæmi um að slík vinnuplögg taki stakkaskiptum á lokastigum vinnslu. Það er því beinlínis rangt að leggja umrætt plagg að jöfnu við fullgerða skýrslu.


Í ljósi framangreinds telur Ríkisendurskoðun óábyrgt af Kastljósi að vitna eða vísa með öðrum hætti til þessa vinnuplaggs, líkt og um endanlega skýrslu sé að ræða. Þess má raunar geta að tölur þær sem nefndar voru í umfjöllun Kastljóssins er að finna í fjárlögum og ríkisreikningi og hafa því lengi verið opinberar upplýsingar.

Ríkisendurskoðun viðurkennir að vinna við verkefnið hefur dregist á langinn. Þegar umrætt vinnuplagg lá fyrir í árslok 2009 var ákveðið að skoða betur nokkra þætti og uppfæra upplýsingar sem orðnar voru úreltar. Þessi vinna hefur farið fram á undanförnum misserum með hléum. Áætlað er að henni ljúki áður en langt um líður og að niðurstöður verði birtar í opinberri skýrslu. Fráleitt er að halda því fram að Ríkisendurskoðun hafi reynt að halda mikilvægum upplýsingum frá Alþingi, enda sendir stofnunin árlega um 30 rit til þingsins þar sem iðulega er fjallað með gagnrýnum hætti um margvíslega þætti ríkisrekstrarins.

Ríkisendurskoðun harmar að umrætt ófullgert vinnuplagg stofnunarinnar hafi ratað í fjölmiðla enda er það, af fyrrgreindum ástæðum, afar óheppilegt og getur ekki stuðlað að upplýstri umræðu. Þvert á móti kann það að skaða þá hagsmuni sem í húfi eru. Þá getur boðuð umfjöllun Kastljóssins um öryggismál fjárhagsupplýsingakerfis ríkisins stefnt mikilvægum almannahagsmunum í voða og haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér.“

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
mbl.is

Innlent »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálf fimm leytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálf tvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Vísbendingar um kólnun

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun, segir farið að hægja á fjölgun starfa. Það komi fram í því að atvinnuleysið sé hætt að minnka jafn hratt og undanfarið. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki og sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Senda meðmælendalistann til lögreglu

Í gær, 21:05 Meðmælendalista Íslensku þjóðfylkingarinnar vegna framboðs flokksins í Suðurkjördæmi verður vísað til lögreglu. Þetta staðfesti Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is og sagði ákvörðunina hafa verið tekna á fundi yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis nú síðdegis. Meira »

Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins

Í gær, 20:36 Til að komast i eitt flottasta kosningapartý landsins þarftu að kjósa. Og sanna það með sjálfu af sér á kjörstað.  Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

Í gær, 20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

Í gær, 20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...