Staða ríkisfjármála ekki eins góð og af er látið

Fjárlagafrumvarpið 2013.
Fjárlagafrumvarpið 2013. mbl.is

Viðskiptaráð telur að staða ríkisfjármála sé ekki eins góð og stjórnvöld vilja vera láta. Það hafi verið ótímabært að fresta markmiðum um heildarjöfnuð um eitt ár, fram til ársins 2014.

Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Viðskiptaráðs, en hún ber yfirskriftin: „Ríkisfjármálin - betri staða en áætlanir gerðu ráð fyrir?“

Í greininni segir að fjárlög næsta árs staðfesti einkum tvennt. Annars vegar að árangur hafi náðst í ríkisfjármálum frá haustinu 2008 - um það verði ekki deilt. Hins vegar að sá árangur sé ekki í samræmi við upphaflegar áætlanir sem endurspeglist m.a. í fyrirhuguðum skattahækkunum næsta árs þvert á fullyrðingar um að til þeirra þyrfti ekki að koma.

„Bætt staða hagkerfisins frá hruni skýrist einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi setningu neyðarlaga sem kom í veg fyrir að óhóflegar byrðar féllu á ríkið. Í öðru lagi sérlega hagfelldra aðstæðna fyrir útflutningsgreinar sem viðheldur fjárfestingu, störfum og þar með skattgreiðslum. Í þriðja lagi aðhalds í ríkisfjármálum, í samræmi við áætlun AGS, þó deila megi um áhrif einstakra ákvarðana sem teknar hafa verið á þeim grunni.

Þrátt fyrir árangur síðustu ára liggur fyrir að umtalsverð frávik eru frá upphaflegum áætlunum um jöfnuð í ríkisrekstrinum. Í ríkisreikningi síðasta árs er t.a.m. að finna helmingi meiri halli en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Að auki lá fyrir að upphafleg markmið um jákvæðan frumjöfnuði náðust ekki. Frávik þar á nema raunar allt að 70 mö. ef miðað er við áætlanir ársins 2009 en slakað var á markmiðum um frumjöfnuð undir lok síðasta árs með Herðubreiðuskýrslunni svokölluðu. Við þetta bætist ákvörðun stjórnvalda síðastliðið haust um að fresta markmiðum um heildarjöfnuð um eitt ár, fram til ársins 2014. Rökin þar að baki var betri staða ríkissjóðs en búist var við. Staðan nú bendir til að sú ákvörðun hafi verið ótímabær.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert