Mörður íhugar formannsframboð

Mörður Árnason.
Mörður Árnason. mbl.is

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar ekki framboð til formanns Samfylkingar. „Ég veit ekki um neinn Samfylkingarmann sem hefur útilokað framboð nema Össur Skarphéðinsson,“ segir Mörður. 

„Það er enda svo langt í kjörið. Landsfundurinn er ekki fyrr en í febrúar. Allsherjaratkvæðagreiðsla fer ekki fram fyrr en í janúar. Framboðsfrestur rennur út um áramótin. Fólk er ekki komið í kosningaham,“ segir Mörður en rætt er við nokkra samfylkingarmenn í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, um stöðuna í flokknum og sýnist sitt hverjum. 

Engir flokkadrættir í Samfylkingunni

„Það er auðvitað sérstök óvissa hjá okkur vegna leiðtogans. Jóhanna Sigurðardóttir er að hætta og við vitum ekki hvort flokkurinn breytist í þeirri atburðarás og hvernig fólk tekur nýjum leiðtoga. Flokkurinn er ágætlega undir það búin að velja formann. Það hefur aldrei verið nein skýr armaskipting í Samfylkingunni.

Það er fólk sem hefur mismunandi skoðanir á hinu og þessu en það er ekki mikið um skoðanaknippi sem myndar arma, ef svo má að orði komast. Þannig að því leytinu er flokkurinn vel undir það búin. Það verða væntanlega fleiri en einn frambjóðandi. Ég á von á því,“ segir Mörður Árnason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert