Ófremdarástand á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkrahúsið á Akureyri mbl.is/Skapti

Brýn þörf er fyrir endurnýjun margra veigamikilla tækja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, að sögn Sigurðar E. Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra lækninga og handlækningasviðs. Meðal þess sem vantar má nefna almenn myndgreiningartæki, skurðtæki, nýjar vökvadælur og tölvubúnað. Fréttavefurinn Vikudagur segir frá þessu. 

 „Þeir fjármunir sem ætlaðir eru til tækjakaupa á fjárlögum næsta árs rétt sleppa til að greiða af þeim tækjum sem þegar hafa verið keypt. Því er nánast ekkert rými til endurnýjunar,“ segir Sigurður í pistli sem hann ritar á heimasíðu sjúkrahússins. Fjármagn til tækjakaupa á sjúkrahúsinu hefur verið skert verulega undanfarin ár að sögn Sigurðar og samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að það verði óbreytt að krónutölu milli ára. Sigurður segir ennfremur að óskað hafi verið eftir viðbótarfjármagni til að mæta brýnustu þörfum.

„Að óbreyttu sjáum við fram á enn meira ófremdarástand í þeim málum. Upp á það ástand er ekki lengur hægt að bjóða, hvorki sjúklingum okkar né starfsfólki,“ segir Sigurður.

Sjá einnig á vef Vikudags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert