Sigrún Stefánsdóttir hætt hjá RÚV

Sigrún Stefánsdóttir.
Sigrún Stefánsdóttir. Friðrik Tryggvason

Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins hefur látið af störfum frá og með deginum í dag. Páll Magnússon útvarpsstjóri staðfesti það í samtali við mbl.is og sagði Sigrúnu hafa beðist lausnar í morgun.

Sigrún gegndi starfi dagskrárstjóra sjónvarps annars vegar og dagskrárstjóra Rásar 1 og Rásar 2 hins vegar. Páll segir að störfin tvö verði auglýst laus til umsóknar síðar í vikunni.

Þar til ráðið verður í stöðurnar munu Bjarni Guðmundsson sinna starfi dagskrárstjóra sjónvarps og Margrét Marteinsdóttir starfi dagskrárstjóra útvarps.

Hvað varðar ástæður Sigrúnar sagðist Páll ekki vilja tjá sig um þær. „Ég hef það fyrir sið að tjá mig ekki um málefni sem varða einstaka starfsmenn og ég held mig við það.“ 

Spurð um ástæður þess að hún hætti eða aðdraganda þess vildi Sigrún ekkert tjá sig þegar mbl.is náði sambandi við hana. Svarið var einfalt: „No comment.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert