Skaðlegt að slíta ESB-viðræðum

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson Ómar Óskarsson

Það væri beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að stöðva aðildarviðræðurnar við ESB, enda myndi það fyrirgera möguleikanum á því að taka upp evruna. Þetta er skoðun Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem ræddi stöðu viðræðnanna á Alþingi í dag.

Össur vísaði til nýlegrar skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál.

„Ég tel að það væri sérstaklega óskynsamlegt núna í ljósi skýrslu Seðlabankans sem kemst að þeirri eindregnu niðurstöðu að Íslendingar eigi aðeins tvo kosti í gjaldmiðilsmálunum. Þ.e.a.s. að halda áfram með krónuna, hugsanlega í bættum klæðum, eða að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna í endurbættum herklæðum.

Miðað við þá niðurstöðu bankans tel ég að það væri beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að klippa á þann möguleika að Íslendingar geti nokkru sinni í náinni framtíð tekið upp evruna,“ sagði Össur á Alþingi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert