Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð

Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á ...
Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á þingi sambandsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrálát verðbólga og háir vextir valda því að venjuleg meðalfjölskylda hefur ekki lengur efni á að búa í venjulegri meðalíbúð. Þetta sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á þingi ASÍ sem hófst í dag.

Gylfi sagði að ASÍ hefði valið að bregðast við efnahagshruninu með öðrum hætti en verkalýðshreyfingin víða í Evrópu. Verkalýðshreyfingin hér á landi hafi ekki valið leið átaka og deilna. Hann sagðist gera sér grein fyrir að þetta væri umdeilt. ASÍ ætti hins vegar að takast á við þessa gagnrýni, ræða hana og rýna og bregðast við með málefnalegum hætti

Húsnæðismálin eru í öngstræti

Gylfi sagði að ekki yrði framhjá því litið að húsnæðismál og húsnæðisöryggi félaga ASÍ-félaga væri „í öngstræti“. Hann gagnrýndi þær breytingar sem stjórnmálamenn hefðu gert á húsnæðiskerfinu á síðustu áratugum. „Í dag þegar við erum að glíma við afleiðingar efnahagshrunsins blasir við okkur alvarlegt hrun þessa kerfis. Mikil og þrálát verðbólga hefur keyrt vextina upp í rjáfur og í raun má segja að venjuleg meðalfjölskylda hafi ekki lengur ráð á því að búa í venjulegri meðalíbúð – og þá skiptir engu máli hvort hún leigir hana eða kaupir. Íbúðalánasjóður er í miklum fjárhagsvanda og hefur skákað sig út af húsnæðismarkaðinum með kröfu um meira en 30% álag á þá vexti sem hann fær á markaði – sem þýðir ekkert annað en álag á ungar fjölskyldur sem eru að reyna að koma yfir sig þaki.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þessu þurfi að bregðast, bæði til skemmri og lengri tíma litið.“

Gylfi sagði að margir hefðu einblínt á það að með því að afnema verðtryggingu muni hagsmunir venjulegs meðaltekju fólks verða tryggðir. „Ég er ekki sammála því, málið er miklu flóknara en svo að það verði leyst á einfaldan hátt, en geri mér jafnframt ljósa grein fyrir því að það hefur vakið mikla reiði og gremju í minn garð og okkar hreyfingar.“

Gylfi sagði að lausnin fælist í raunhæfum tillögum um nýtt fyrirkomulag húsnæðislána sem tryggir okkar fólki bæði lægri vexti og meiri stöðugleika í greiðslubyrði en nú er. „Staðreyndin er að vandinn liggur í mikilli verðbólgu og háum vöxtum en ekki verðtryggingunni sem slíkri. Því hlýtur það að vera eitt af forgangsverkefnum okkar að móta skýra sín og kröfur um hvernig íslenskt samfélag geti losað sig út úr vítahring verðbólgu og hárra vaxta þannig að íslenskt launafólk fái notið sambærilegra kjara og í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við.“

Gylfi sagði að Alþýðusambandið hefði lagt í mikla vinnu í það sl. vetur að greina þennan vanda, hvers vegna vextir á Íslandi væru svo háir að við værum 20 árum lengur að endurgreiða venjulegt húsnæði en launafólk í nágrannalöndunum? „Þó mestu muni um stöðugleika þeirra gjaldmiðils, er ljóst að hægt er að ná vöxtum hér á landi verulega niður með meiri festu í stjórn gengis- og peningamála og breyttu fyrirkomulagi almennra húsnæðislána. Það er okkar hlutverk að berjast fyrir slíkum lausnum – lausnum sem lækka vexti okkar félaga í raun og veru!“

„Vitum einfaldlega ekki hvaða kostum við stöndum frammi fyrir“

Gylfi ræddi í ræðu sinni um gengismál og viðræðurnar um aðild að Evrópusambandinu. Hann sagði að veik staða krónunnar væri aftur orðinn örlagavaldur um afkomu okkar og öryggi. Hann ræddi nýlega skýrslu Seðlabankans um valkosti í gengismálum, þ.e. upptaka evru eða króna. „Okkar krafa til gengis- og peningastefnunnar er, að hún leggi grunn að stöðugleika, lágri verðbólgu og lágum vöxtum. Niðurstaða Seðlabankans er sú að því verði vart náð með litlum fljótandi gjaldmiðli.

Vandinn er að það er of snemmt að segja til um hvor þessara leiða við eigum að fara eða getum farið því við vitum einfaldlega ekki hvaða kostum við stöndum frammi fyrir. Því er að mínu viti mikilvægt að ljúka viðræðunum um aðild okkar að ESB og freista þess að ná sem bestum samningi fyrir þjóðina. Þegar slíkur samningur liggur fyrir getum við lagt mat á kosti þess og galla út frá hagsmunum launafólks en á endanum er það þjóðin sem mun eiga síðasta orðið í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég hef haldið því fram að á tímum óvissu og samdráttar er það ekki skynsamlegt að takmarka valkostina, en að sama skapi er alveg ljóst að þjóðin þarf að finna lausn á vanda okkar gengis- og peningamála á allra næstu mánuðum. Lausn sem er hvoru tveggja í senn raunhæf og til þess fallin að auðvelda okkur að ná markmiðum okkar um aukna atvinnu og velferð en geti jafnframt verið mikilvægt veganesti í framtíðarskipan þessara mála.“

Gylfi ítrekaði það sem hann hefur áður sagt að hann teldi skynsamlegt að taka upp fastgengisstefnu. Aðstæður nú minni um margt á þær aðstæður sem voru í kringum 1990 þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir, en þá var gengi krónunnar fest.

mbl.is

Innlent »

„Þetta er hrein snilld“

12:31 „Aflabrögðin hafa verið góð og það er ekkert upp á þau að kvarta. Við erum smám saman að læra á nýtt skip og nýjan búnað og hver veiðiferð fer í reynslubankann og færir okkur nær því takmarki að tileinka okkur alla þessa nýju tækni.“ Meira »

Harður árekstur á Hringbraut

12:23 Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur nokkurra bíla á mótum Hringbrautar og Njarðargötu.   Meira »

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

12:15 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Flestir vilja VG í næstu stjórn

12:12 Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Meira »

Hægt að sækja um vegabréf í 10 löndum

12:03 Íslendingar geta núa sótt um vegabréf í sendiráði Íslands í París, Tókýó og aðalræðisskrifstofunni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Sigríður víkur sæti vegna umsóknar

11:56 Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdómara sem auglýstar voru lausar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur rann út 18. september. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns. Meira »

Vill lögleiða neyslu kannabisefna

11:16 Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp um lögleiðingu á neyslu kannabisefna, en hann greinir frá því á heimasíðu sinni. Frumvarpið felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Meira »

Bakaralandsliðið keppir í Stokkhólmi

11:36 Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Norðurlandakeppni í bakstri sem fram fer í Stokkhólmi um næstu helgi. Í landsliðinu eru sex ungir bakarar sem hafa á undanförnum mánuðum æft sig í gerð ýmis konar brauðmetis og gerð skrautstykkis. Meira »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

10:57 „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

Formenn flokkanna funda aftur í dag

10:48 Forseti Alþingis mun funda með öllum formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi klukkan 12:30 í dag. Á fundinum verður rætt með hvaða hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Hvort hægt verði að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni

10:28 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 13 mánaða fangelsi fyrir að hafa brotist inn í hús og sest á rúm 11 ára stúlku sem þar dvaldi brjóta gegn henni kynferðislega með að strjúka henni um bak og mjöð innanklæða áður en hann fór upp í rúm til hennar og hélt áfram að strjúka henni. Meira »

„Okkar markmiði er náð“

10:28 „Það er búið að leiðrétta þennan áburð bæjarstjórans opinberlega með þeim hætti að við teljum ekki ástæðu til að vera að eltast við þetta lengur. Okkar markmiði er náð,” segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávar- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi. Meira »

Andlát: Sigurður Pálsson

10:26 Sigurður Pálsson, rithöfundur, er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir erfið veikindi. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »
Barnfóstra óskast!
Erlend hjón búsett í 101 Reykjavik með 4 börn leita að barnfóstru til að aðstoða...
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel me
Sjónvarpsskenkur til sölu Vel með farinn og vandaður. Verð 10 þús. eða tilboð. U...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...