Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð

Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á ...
Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á þingi sambandsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrálát verðbólga og háir vextir valda því að venjuleg meðalfjölskylda hefur ekki lengur efni á að búa í venjulegri meðalíbúð. Þetta sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á þingi ASÍ sem hófst í dag.

Gylfi sagði að ASÍ hefði valið að bregðast við efnahagshruninu með öðrum hætti en verkalýðshreyfingin víða í Evrópu. Verkalýðshreyfingin hér á landi hafi ekki valið leið átaka og deilna. Hann sagðist gera sér grein fyrir að þetta væri umdeilt. ASÍ ætti hins vegar að takast á við þessa gagnrýni, ræða hana og rýna og bregðast við með málefnalegum hætti

Húsnæðismálin eru í öngstræti

Gylfi sagði að ekki yrði framhjá því litið að húsnæðismál og húsnæðisöryggi félaga ASÍ-félaga væri „í öngstræti“. Hann gagnrýndi þær breytingar sem stjórnmálamenn hefðu gert á húsnæðiskerfinu á síðustu áratugum. „Í dag þegar við erum að glíma við afleiðingar efnahagshrunsins blasir við okkur alvarlegt hrun þessa kerfis. Mikil og þrálát verðbólga hefur keyrt vextina upp í rjáfur og í raun má segja að venjuleg meðalfjölskylda hafi ekki lengur ráð á því að búa í venjulegri meðalíbúð – og þá skiptir engu máli hvort hún leigir hana eða kaupir. Íbúðalánasjóður er í miklum fjárhagsvanda og hefur skákað sig út af húsnæðismarkaðinum með kröfu um meira en 30% álag á þá vexti sem hann fær á markaði – sem þýðir ekkert annað en álag á ungar fjölskyldur sem eru að reyna að koma yfir sig þaki.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þessu þurfi að bregðast, bæði til skemmri og lengri tíma litið.“

Gylfi sagði að margir hefðu einblínt á það að með því að afnema verðtryggingu muni hagsmunir venjulegs meðaltekju fólks verða tryggðir. „Ég er ekki sammála því, málið er miklu flóknara en svo að það verði leyst á einfaldan hátt, en geri mér jafnframt ljósa grein fyrir því að það hefur vakið mikla reiði og gremju í minn garð og okkar hreyfingar.“

Gylfi sagði að lausnin fælist í raunhæfum tillögum um nýtt fyrirkomulag húsnæðislána sem tryggir okkar fólki bæði lægri vexti og meiri stöðugleika í greiðslubyrði en nú er. „Staðreyndin er að vandinn liggur í mikilli verðbólgu og háum vöxtum en ekki verðtryggingunni sem slíkri. Því hlýtur það að vera eitt af forgangsverkefnum okkar að móta skýra sín og kröfur um hvernig íslenskt samfélag geti losað sig út úr vítahring verðbólgu og hárra vaxta þannig að íslenskt launafólk fái notið sambærilegra kjara og í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við.“

Gylfi sagði að Alþýðusambandið hefði lagt í mikla vinnu í það sl. vetur að greina þennan vanda, hvers vegna vextir á Íslandi væru svo háir að við værum 20 árum lengur að endurgreiða venjulegt húsnæði en launafólk í nágrannalöndunum? „Þó mestu muni um stöðugleika þeirra gjaldmiðils, er ljóst að hægt er að ná vöxtum hér á landi verulega niður með meiri festu í stjórn gengis- og peningamála og breyttu fyrirkomulagi almennra húsnæðislána. Það er okkar hlutverk að berjast fyrir slíkum lausnum – lausnum sem lækka vexti okkar félaga í raun og veru!“

„Vitum einfaldlega ekki hvaða kostum við stöndum frammi fyrir“

Gylfi ræddi í ræðu sinni um gengismál og viðræðurnar um aðild að Evrópusambandinu. Hann sagði að veik staða krónunnar væri aftur orðinn örlagavaldur um afkomu okkar og öryggi. Hann ræddi nýlega skýrslu Seðlabankans um valkosti í gengismálum, þ.e. upptaka evru eða króna. „Okkar krafa til gengis- og peningastefnunnar er, að hún leggi grunn að stöðugleika, lágri verðbólgu og lágum vöxtum. Niðurstaða Seðlabankans er sú að því verði vart náð með litlum fljótandi gjaldmiðli.

Vandinn er að það er of snemmt að segja til um hvor þessara leiða við eigum að fara eða getum farið því við vitum einfaldlega ekki hvaða kostum við stöndum frammi fyrir. Því er að mínu viti mikilvægt að ljúka viðræðunum um aðild okkar að ESB og freista þess að ná sem bestum samningi fyrir þjóðina. Þegar slíkur samningur liggur fyrir getum við lagt mat á kosti þess og galla út frá hagsmunum launafólks en á endanum er það þjóðin sem mun eiga síðasta orðið í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég hef haldið því fram að á tímum óvissu og samdráttar er það ekki skynsamlegt að takmarka valkostina, en að sama skapi er alveg ljóst að þjóðin þarf að finna lausn á vanda okkar gengis- og peningamála á allra næstu mánuðum. Lausn sem er hvoru tveggja í senn raunhæf og til þess fallin að auðvelda okkur að ná markmiðum okkar um aukna atvinnu og velferð en geti jafnframt verið mikilvægt veganesti í framtíðarskipan þessara mála.“

Gylfi ítrekaði það sem hann hefur áður sagt að hann teldi skynsamlegt að taka upp fastgengisstefnu. Aðstæður nú minni um margt á þær aðstæður sem voru í kringum 1990 þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir, en þá var gengi krónunnar fest.

mbl.is

Innlent »

Johni Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »
STOFUSKÁPUR
Stofuskápur til sölu verð 20,000 uppl 8983324...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...