Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð

Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á ...
Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á þingi sambandsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrálát verðbólga og háir vextir valda því að venjuleg meðalfjölskylda hefur ekki lengur efni á að búa í venjulegri meðalíbúð. Þetta sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á þingi ASÍ sem hófst í dag.

Gylfi sagði að ASÍ hefði valið að bregðast við efnahagshruninu með öðrum hætti en verkalýðshreyfingin víða í Evrópu. Verkalýðshreyfingin hér á landi hafi ekki valið leið átaka og deilna. Hann sagðist gera sér grein fyrir að þetta væri umdeilt. ASÍ ætti hins vegar að takast á við þessa gagnrýni, ræða hana og rýna og bregðast við með málefnalegum hætti

Húsnæðismálin eru í öngstræti

Gylfi sagði að ekki yrði framhjá því litið að húsnæðismál og húsnæðisöryggi félaga ASÍ-félaga væri „í öngstræti“. Hann gagnrýndi þær breytingar sem stjórnmálamenn hefðu gert á húsnæðiskerfinu á síðustu áratugum. „Í dag þegar við erum að glíma við afleiðingar efnahagshrunsins blasir við okkur alvarlegt hrun þessa kerfis. Mikil og þrálát verðbólga hefur keyrt vextina upp í rjáfur og í raun má segja að venjuleg meðalfjölskylda hafi ekki lengur ráð á því að búa í venjulegri meðalíbúð – og þá skiptir engu máli hvort hún leigir hana eða kaupir. Íbúðalánasjóður er í miklum fjárhagsvanda og hefur skákað sig út af húsnæðismarkaðinum með kröfu um meira en 30% álag á þá vexti sem hann fær á markaði – sem þýðir ekkert annað en álag á ungar fjölskyldur sem eru að reyna að koma yfir sig þaki.  Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þessu þurfi að bregðast, bæði til skemmri og lengri tíma litið.“

Gylfi sagði að margir hefðu einblínt á það að með því að afnema verðtryggingu muni hagsmunir venjulegs meðaltekju fólks verða tryggðir. „Ég er ekki sammála því, málið er miklu flóknara en svo að það verði leyst á einfaldan hátt, en geri mér jafnframt ljósa grein fyrir því að það hefur vakið mikla reiði og gremju í minn garð og okkar hreyfingar.“

Gylfi sagði að lausnin fælist í raunhæfum tillögum um nýtt fyrirkomulag húsnæðislána sem tryggir okkar fólki bæði lægri vexti og meiri stöðugleika í greiðslubyrði en nú er. „Staðreyndin er að vandinn liggur í mikilli verðbólgu og háum vöxtum en ekki verðtryggingunni sem slíkri. Því hlýtur það að vera eitt af forgangsverkefnum okkar að móta skýra sín og kröfur um hvernig íslenskt samfélag geti losað sig út úr vítahring verðbólgu og hárra vaxta þannig að íslenskt launafólk fái notið sambærilegra kjara og í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við.“

Gylfi sagði að Alþýðusambandið hefði lagt í mikla vinnu í það sl. vetur að greina þennan vanda, hvers vegna vextir á Íslandi væru svo háir að við værum 20 árum lengur að endurgreiða venjulegt húsnæði en launafólk í nágrannalöndunum? „Þó mestu muni um stöðugleika þeirra gjaldmiðils, er ljóst að hægt er að ná vöxtum hér á landi verulega niður með meiri festu í stjórn gengis- og peningamála og breyttu fyrirkomulagi almennra húsnæðislána. Það er okkar hlutverk að berjast fyrir slíkum lausnum – lausnum sem lækka vexti okkar félaga í raun og veru!“

„Vitum einfaldlega ekki hvaða kostum við stöndum frammi fyrir“

Gylfi ræddi í ræðu sinni um gengismál og viðræðurnar um aðild að Evrópusambandinu. Hann sagði að veik staða krónunnar væri aftur orðinn örlagavaldur um afkomu okkar og öryggi. Hann ræddi nýlega skýrslu Seðlabankans um valkosti í gengismálum, þ.e. upptaka evru eða króna. „Okkar krafa til gengis- og peningastefnunnar er, að hún leggi grunn að stöðugleika, lágri verðbólgu og lágum vöxtum. Niðurstaða Seðlabankans er sú að því verði vart náð með litlum fljótandi gjaldmiðli.

Vandinn er að það er of snemmt að segja til um hvor þessara leiða við eigum að fara eða getum farið því við vitum einfaldlega ekki hvaða kostum við stöndum frammi fyrir. Því er að mínu viti mikilvægt að ljúka viðræðunum um aðild okkar að ESB og freista þess að ná sem bestum samningi fyrir þjóðina. Þegar slíkur samningur liggur fyrir getum við lagt mat á kosti þess og galla út frá hagsmunum launafólks en á endanum er það þjóðin sem mun eiga síðasta orðið í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég hef haldið því fram að á tímum óvissu og samdráttar er það ekki skynsamlegt að takmarka valkostina, en að sama skapi er alveg ljóst að þjóðin þarf að finna lausn á vanda okkar gengis- og peningamála á allra næstu mánuðum. Lausn sem er hvoru tveggja í senn raunhæf og til þess fallin að auðvelda okkur að ná markmiðum okkar um aukna atvinnu og velferð en geti jafnframt verið mikilvægt veganesti í framtíðarskipan þessara mála.“

Gylfi ítrekaði það sem hann hefur áður sagt að hann teldi skynsamlegt að taka upp fastgengisstefnu. Aðstæður nú minni um margt á þær aðstæður sem voru í kringum 1990 þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir, en þá var gengi krónunnar fest.

mbl.is

Innlent »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Foss. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...