Rúgmjöl innkallað

SP company ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað og tekið úr sölu rúgmjöl merkt Malvin (Razowa maka zytnia do wypieku domowego chleba (Wholemeal rye flour for baking home-made bread)).

Í rúgmjölinu mældist eiturefnið Ochratoxin A. Um er að ræða vörur með best fyrir dagsetningar 21.11. 2012 og 18.01. 2013. Varan hefur verið tekin af markaði.

 Varan var til sölu í Mini market, Drafnarfelli 6-14 í Reykjavík og Mini market, Hringbraut 92 í Reykjanesbæ. Ef neytandi á þessa vöru er viðkomandi beðinn um að skila henni í verslanir Mini market eða farga henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert