Lítil hætta á flóðbylgjum hérlendis

Jarðskjálftahrina hefur verið í Eyjafjarðarál undanfarna daga.
Jarðskjálftahrina hefur verið í Eyjafjarðarál undanfarna daga. mbl.is/Veðurstofa Íslands

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að það sé lítil hætta á flóðbylgjum í kjölfar jarðskjálfta hér á landi.

„Okkar skjálftar orsakast af láréttum hreyfingum, þar sem plöturnar ganga á misvíxl meðfram hvor annarri, en þar sem flóðbylgjurnar verða mestar, eins og í Kyrrahafinu, eru plötuhreyfingarnar lóðréttar,“ segir Ragnar í Morgunblaðinu í dag.

Það þýðir að sjávarbotninn sem er nær landi rís upp og sá sem er fjær fer niður. Vatnsmassinn lyftist þá upp líka og myndar bylgju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert