Allt legurými Landspítalans fullt

Öll legurými Landspítalans eru í notkun og álagið mikið.
Öll legurými Landspítalans eru í notkun og álagið mikið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nánast öll rúmin í legurými Landspítalans, 670 talsins, hafa verið fullskipuð undanfarnar vikur vegna mikillar fjölgunar innlagna og veikinda fólks. Sjúklingar hafa í auknum mæli þurft að liggja á göngum spítalans. Biðlistar eftir aðgerðum hafa lengst og um 50 aldraðir bíða eftir vistun. Hefur sá fjöldi aldrei verið jafnmikill á þessu ári.

Dagbjörg Þyri Þorvarðardóttir, innlagnastjóri á Landspítalanum, segir þessa stöðu koma oft upp á þessum árstíma, en þó sé ástandið búið að vera óvenjuslæmt. Hún óttast að ástandið kunni að vara fram að jólum. 

„Við höfum reynt eins og við getum að halda starfseminni samkvæmt áætlun, þrátt fyrir mikil þrengsli og miklar annir. Því miður höfum við af þeim sökum verið með sjúklinga á göngum. Á þessum árstíma er starfsemin á fullum þunga, bæði hvað varðar valkvæðar aðgerðir og bráðastarfsemi. Við höfum lent í það miklum niðurskurði og sparnaði að við höfum ekki fleiri rúm, okkur vantar legurými og verðum þess vegna að setja sjúklinga á gangana í sumum tilfellum. Við reynum að gera það eins vel og við getum,“ segir Dagbjört Þyri.

Álagið er mikið og er Landspítalinn m.a. farinn að finna fyrir því hve mikið hefur verið dregið úr starfsemi landsbyggðarsjúkrahúsa. „Síðustu vikur hafa verið okkur erfiðar. Það er ekkert sem segir okkur að það verði eitthvert lát á þessu, ég á alveg eins von á því að þetta verði svona fram undir jól. Við vonum að sjálfsögðu að það fari að draga úr þessum veikindum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert