Skapabarmaaðgerðum fjölgað

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Kvensjúkdómalæknar og fæðingalæknar sjá í auknum mæli, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim, að konur eru farnar að óska eftir því að fara í aðgerðir á kynfærum sínum, að láta minnka innri skapabarma. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem hefur verið að aukast á síðustu árum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, sem flytur erindið „Kynfæri kvenna, hvað er vandamálið?“ á Fræðadögum heilsugæslunnar sem fara fram í dag og á morgun.

„Bæði er þekkt að barmar séu of stórir, eða þeir eru misstórir og séu þannig lýti eða þá svo stórir að þeir meiði konurnar. Það eru fá tilvik í raun og veru. Það sem við erum að sjá núna, og ég vil kenna klámvæðingunni um, er að þegar konur eru farnar að vaxa eða raka af sér öll kynfærahárin sjást innri barmarnir meira en áður og það finnst konum ljótt.

Skapabarmaaðgerðir hafa verið gerðar á kvennadeildinni þar sem það hafa verið læknisfræðilegar ástæður til þess og þær aðgerðir eru til á skrá. Svo hafa lýtalæknar verið að gera þetta og taka mörg hundruð þúsund fyrir. Það sem er alvarlegast í þessu máli er að það er engin skráning, við vitum ekki hvort verið er að gera 2 eða 200 svona aðgerðir á ári hjá lýtalæknum,“ segir Ebba Margrét.

„Við fáum síðfellt fleiri beiðnir um svona aðgerð, sem okkur finnst ekki læknisfræðileg forsenda að gera heldur einungis útlitslegar ástæður. Við höfum líka verið að sjá afleiðingar þessara „fegrunaraðgerða“; konur koma til okkar með sýkingar og blæðingar og svo eru líka konur sem eru ekkert ánægðari á eftir.“

Ebba Margrét vill lyfta þessu á annað plan og fá heilbrigðisstéttir og foreldra til að taka þátt í því að efla sjálfsvitund stúlkna. „Við þurfum ekki allar að líta eins út. Við erum ólík og þess vegna erum við flott.“

Frétt mbl.is: „Er ekki með klámmyndapíku“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert