Góðgerð í stað jólakorta

Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarráð Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að ekki yrðu send jólakort innanlands í nafni ráðuneytanna þ.e. forsætisráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, velferðarráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, innanríkisráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins. Þess í stað verði 7,5 milljónir króna veittar af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góðgerðarsamtaka hér á landi.

Upphæðin, 7,5 milljónir króna, skiptist sem hér segir samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar í dag:

Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands og  Hjálpræðisherinn á Íslandi fái 650.000 krónur hver, samtals: 3.250 þúsund krónur.

Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtök, Rauði kross Íslands, Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fái 850.000 þúsund krónur hver, samtals: 4.250 þúsund krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert