Hætta að greiða af verðtryggðu láni

Fjölskyldan hefur ákveðið að hætta að greiða af fasteignaláni sem ...
Fjölskyldan hefur ákveðið að hætta að greiða af fasteignaláni sem þau tóku hjá Íbúðalánasjóði arið 2007. mbl.is/Golli

Fjögurra manna fjölskylda í Reykjanesbæ hefur sent forstjóra Íbúðalánasjóðs bréf þar sem hún tilkynnir að hún sé hætt að greiða af íbúðaláni. Lánið var upphaflega 23 milljónir, en er komið upp í 32 milljónir. Fjölskyldan metur íbúðina á 22 milljónir, en hún átti 10 milljónir þegar hún keypti árið 2007.

Hafa tapað allri eign sinni og meira til

Fjölskyldan sendi fjölmiðlum afrit af bréfi sem hún sendi til forstjóra Íbúðalánasjóðs, en í bréfinu segjast þau hafa tekið ákvörðun um að hætta að greiða af láninu.

„Við undirrituð eigendur og íbúar að (eign okkar) í Reykjanesbæ höfum tekið þá erfiðu ákvörðun fyrir okkar hönd og 4ra manna fjölskyldu okkar miðað við fyrirliggjandi aðstæður og gögn að gefast upp á að borga af verðtryggðum lánum vegna heimilis okkar og verður það þá að hafa sinn gang með uppboð það á heimili okkar sem búið er að boða til vegna þessara verðtryggðu og stökkbreyttu skulda okkar sem voru vel viðráðanlegar í upphafi fyrir okkur.

Þessa erfiðu ákvörðun tökum við eftir að hafa hugsað málið í lengri tíma en nú er svo komið að við sjáum ekki neinn tilgang með að borga af eigninni og með því inn í þá hít sem greiðslur á verðtryggðum lánum eignarinnar eru í raun fyrir okkur. Þar fyrir utan höfum við ekki efni á því að lifa mannsæmandi, hófsömu og eðlilegu lífi og getum ekki boðið börnunum okkar upp á  það sem við viljum bjóða þeim upp á sem er ekki ásættanlegt og ætti ekki að vera raunin á Íslandi árið 2012.

Hluti af þessari erfiðu ákvörðun er vegna þess að við sjáum enga framtíð í því að greiða í hítina og einnig að við sjáum engar lausnir í sjónmáli og erum í raun búinn að gefast upp á að stjórnvöld leysi þann vanda sem við okkur og allt of mörgum fjölskyldum blasir. Eignaverð á Suðurnesjunum hefur lækkað mikið frá því við keyptum húsið á 33 milljónir árið 2007 en við lögðum þá 10 milljónir fram við kaupin á eigninni ásamt því að húsið var ekki fullbúið þannig að við höfum greitt eftir kaupin um 6 milljónir sem fóru m.a. í að gera þakkant á húsið, klára baðherbergið, gera lóðina klára og setja upp góðan sólpall því við ætluðum að vera í þessu húsi þangað til við færum á elliheimili.

Einnig hafa komið í ljós gallar á eigninni sem verktakinn ætti að taka ábyrgð á en verktakafyrirtækið er farið á hausinn þannig að þangað er ekkert að sækja lengur og því mundum við sjálf þurfa að greiða fyrir þá vinnu sem því fylgir. Þessir gallar eru meðal annars að stærstum hluta hönnunargallar vegna glugga og þaks hússins og er áætlaður kostnaður vegna þessa galla að sögn smiðs um 5 milljónir varlega áætlað sem búið er að taka tillit til í því söluverði sem við setjum hér fram.

Húsið okkar er í dag sennilega um 22 milljón króna virði á góðum degi miðað við ástand fasteignamarkaðarins og þá galla sem á eigninni eru ef þá á annað borð tækist að selja með þessum göllum, áhvílandi verðtryggðar skuldir eru nú komnar upp í um 32 milljónir en við tókum um 23 milljón króna lán við kaupin. Nú er svo komið að við erum búin að tapa þeim 10 milljónum sem við lögðum í kaupin, einnig þeim 6 milljónum sem við lögðum í að klára húsið og svo skuldum við að auki um 10 milljónir umfram söluverðið ef og þó við gætum selt húsið.

Samtals er því tap okkar ef við reiknum dæmið til enda í dag miðað við að selja húsið okkar um 26 milljónir og ef við ákveðum að vera áfram í húsinu þá gerist ekkert annað en að við skuldum meira og meira því vísitölubinding verðtryggðu lánanna okkar gerir það að verkum að lánin okkar hækka í hverjum mánuði og er það ekki síst sú staðreynd sem fær okkur til að taka þessa erfiðu ákvörðun fyrir okkur og fjölskyldu okkar auk vantrúar á að nokkuð verði gert fyrir okkur eða aðra í sömu aðstöðu.

Ef svo færi að okkur yrði boðin einhver ásættanleg niðurstaða í mál þetta þá erum við til í að skoða það en þá bara á þeim forsendum að við hefðum einhverja von til þess að vera þannig sett með fjölskylduna að það væri einhver von um mannsæmandi framtíð. Þá framtíð teljum við okkur ekki vera með á meðan verðtryggð lán á eigninni okkar eru í því fjármálaumhverfi sem stjórnvöld og fjármálafyrirtæki bjóða okkur upp á með fyrirliggjandi hættu á óðaverðbólgu sem fer þá beint inn á hækkun á höfuðstól lána í gegnum verðtryggingu lánanna okkar.“

Hræðileg staða á Suðurnesjum

Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagsmunasamtökum heimilanna hefur aðstoðað fjölskylduna í gegnum árin, en hann tekur fram að hann hafi ekki hvatt fjölskylduna til að hætta að greiða af láninu. Þá ákvörðun hafi þau tekið sjálf. Hann tekur fram að þetta sé þeim alls ekki auðveld ákvörðun.

„Það eru margir í þessari stöðu að verðmæti eignarinnar er komið undir lánsupphæðina,“ segir Vilhjálmur. Þau hafi til viðbótar lent í því að sitja uppi með galla á eigninni, auk þess sem staðan á Suðurnesjum sé mjög erfið.

Vilhjálmur segir vissulega rétt að það sé ekki endilega betri kostur fyrir þessa fjölskyldu að fara út á leigumarkaðinn. Í sumum tilvikum sé það betri kostur að halda áfram að borga af lánum í þessa hít en að fara út á leigumarkað og vera í þeirri óvissu sem því fylgir.

Vilhjálmur segir að fjölskyldan hafi á sínum tíma ákveðið að taka ekki gengislán. Þau hafi verið þakklát fyrir þá ákvörðun um tíma, en í dag sé ljóst að þau væru í miklu betri stöðu ef þau hefðu tekið slíkt lán frekar en verðtryggt lán.

„Þetta fólk er búið að vera lengi í óvissu með sína stöðu og óvissan fer illa með fólk,“ segir Vilhjálmur.

Eiginkonan er atvinnulaus en eiginmaðurinn er með góða vinnu. Vilhjálmur segir að fjölskyldan nái ekki að framfleyta sér í þessari stöðu. Hann segir að fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum sé hræðilegur. Mikið sé um tómar íbúðir. Það sé hins vegar engin lausn fyrir þessa fjölskyldu að selja. Hún sé búin að tapa öllu eiginfé og myndi sitja uppi með um 10 milljóna skuldir eftir söluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í íbúðarhúsi á Hnífsdal

Í gær, 23:55 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Hnífsdal á Vestfjörðum um áttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er búið að slökkva eldinn, en en mikill reykur myndaðist. Einn var á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Meira »

Skora á borgina að borga skólagögnin

Í gær, 23:47 Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti skora á Reykjavíkurborg að afla nemendum borgarinnar skólagagna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var borgarstjóra og borgarfulltrúum nú í kvöld. Meira »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

Í gær, 23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

Í gær, 23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

Í gær, 21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

Í gær, 21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

Í gær, 20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

Í gær, 20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

Í gær, 19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

Í gær, 19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

Í gær, 19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

Í gær, 18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

Í gær, 18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

Í gær, 17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

Í gær, 18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

Í gær, 17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

Í gær, 17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...