Hætta að greiða af verðtryggðu láni

Fjölskyldan hefur ákveðið að hætta að greiða af fasteignaláni sem ...
Fjölskyldan hefur ákveðið að hætta að greiða af fasteignaláni sem þau tóku hjá Íbúðalánasjóði arið 2007. mbl.is/Golli

Fjögurra manna fjölskylda í Reykjanesbæ hefur sent forstjóra Íbúðalánasjóðs bréf þar sem hún tilkynnir að hún sé hætt að greiða af íbúðaláni. Lánið var upphaflega 23 milljónir, en er komið upp í 32 milljónir. Fjölskyldan metur íbúðina á 22 milljónir, en hún átti 10 milljónir þegar hún keypti árið 2007.

Hafa tapað allri eign sinni og meira til

Fjölskyldan sendi fjölmiðlum afrit af bréfi sem hún sendi til forstjóra Íbúðalánasjóðs, en í bréfinu segjast þau hafa tekið ákvörðun um að hætta að greiða af láninu.

„Við undirrituð eigendur og íbúar að (eign okkar) í Reykjanesbæ höfum tekið þá erfiðu ákvörðun fyrir okkar hönd og 4ra manna fjölskyldu okkar miðað við fyrirliggjandi aðstæður og gögn að gefast upp á að borga af verðtryggðum lánum vegna heimilis okkar og verður það þá að hafa sinn gang með uppboð það á heimili okkar sem búið er að boða til vegna þessara verðtryggðu og stökkbreyttu skulda okkar sem voru vel viðráðanlegar í upphafi fyrir okkur.

Þessa erfiðu ákvörðun tökum við eftir að hafa hugsað málið í lengri tíma en nú er svo komið að við sjáum ekki neinn tilgang með að borga af eigninni og með því inn í þá hít sem greiðslur á verðtryggðum lánum eignarinnar eru í raun fyrir okkur. Þar fyrir utan höfum við ekki efni á því að lifa mannsæmandi, hófsömu og eðlilegu lífi og getum ekki boðið börnunum okkar upp á  það sem við viljum bjóða þeim upp á sem er ekki ásættanlegt og ætti ekki að vera raunin á Íslandi árið 2012.

Hluti af þessari erfiðu ákvörðun er vegna þess að við sjáum enga framtíð í því að greiða í hítina og einnig að við sjáum engar lausnir í sjónmáli og erum í raun búinn að gefast upp á að stjórnvöld leysi þann vanda sem við okkur og allt of mörgum fjölskyldum blasir. Eignaverð á Suðurnesjunum hefur lækkað mikið frá því við keyptum húsið á 33 milljónir árið 2007 en við lögðum þá 10 milljónir fram við kaupin á eigninni ásamt því að húsið var ekki fullbúið þannig að við höfum greitt eftir kaupin um 6 milljónir sem fóru m.a. í að gera þakkant á húsið, klára baðherbergið, gera lóðina klára og setja upp góðan sólpall því við ætluðum að vera í þessu húsi þangað til við færum á elliheimili.

Einnig hafa komið í ljós gallar á eigninni sem verktakinn ætti að taka ábyrgð á en verktakafyrirtækið er farið á hausinn þannig að þangað er ekkert að sækja lengur og því mundum við sjálf þurfa að greiða fyrir þá vinnu sem því fylgir. Þessir gallar eru meðal annars að stærstum hluta hönnunargallar vegna glugga og þaks hússins og er áætlaður kostnaður vegna þessa galla að sögn smiðs um 5 milljónir varlega áætlað sem búið er að taka tillit til í því söluverði sem við setjum hér fram.

Húsið okkar er í dag sennilega um 22 milljón króna virði á góðum degi miðað við ástand fasteignamarkaðarins og þá galla sem á eigninni eru ef þá á annað borð tækist að selja með þessum göllum, áhvílandi verðtryggðar skuldir eru nú komnar upp í um 32 milljónir en við tókum um 23 milljón króna lán við kaupin. Nú er svo komið að við erum búin að tapa þeim 10 milljónum sem við lögðum í kaupin, einnig þeim 6 milljónum sem við lögðum í að klára húsið og svo skuldum við að auki um 10 milljónir umfram söluverðið ef og þó við gætum selt húsið.

Samtals er því tap okkar ef við reiknum dæmið til enda í dag miðað við að selja húsið okkar um 26 milljónir og ef við ákveðum að vera áfram í húsinu þá gerist ekkert annað en að við skuldum meira og meira því vísitölubinding verðtryggðu lánanna okkar gerir það að verkum að lánin okkar hækka í hverjum mánuði og er það ekki síst sú staðreynd sem fær okkur til að taka þessa erfiðu ákvörðun fyrir okkur og fjölskyldu okkar auk vantrúar á að nokkuð verði gert fyrir okkur eða aðra í sömu aðstöðu.

Ef svo færi að okkur yrði boðin einhver ásættanleg niðurstaða í mál þetta þá erum við til í að skoða það en þá bara á þeim forsendum að við hefðum einhverja von til þess að vera þannig sett með fjölskylduna að það væri einhver von um mannsæmandi framtíð. Þá framtíð teljum við okkur ekki vera með á meðan verðtryggð lán á eigninni okkar eru í því fjármálaumhverfi sem stjórnvöld og fjármálafyrirtæki bjóða okkur upp á með fyrirliggjandi hættu á óðaverðbólgu sem fer þá beint inn á hækkun á höfuðstól lána í gegnum verðtryggingu lánanna okkar.“

Hræðileg staða á Suðurnesjum

Vilhjálmur Bjarnason hjá Hagsmunasamtökum heimilanna hefur aðstoðað fjölskylduna í gegnum árin, en hann tekur fram að hann hafi ekki hvatt fjölskylduna til að hætta að greiða af láninu. Þá ákvörðun hafi þau tekið sjálf. Hann tekur fram að þetta sé þeim alls ekki auðveld ákvörðun.

„Það eru margir í þessari stöðu að verðmæti eignarinnar er komið undir lánsupphæðina,“ segir Vilhjálmur. Þau hafi til viðbótar lent í því að sitja uppi með galla á eigninni, auk þess sem staðan á Suðurnesjum sé mjög erfið.

Vilhjálmur segir vissulega rétt að það sé ekki endilega betri kostur fyrir þessa fjölskyldu að fara út á leigumarkaðinn. Í sumum tilvikum sé það betri kostur að halda áfram að borga af lánum í þessa hít en að fara út á leigumarkað og vera í þeirri óvissu sem því fylgir.

Vilhjálmur segir að fjölskyldan hafi á sínum tíma ákveðið að taka ekki gengislán. Þau hafi verið þakklát fyrir þá ákvörðun um tíma, en í dag sé ljóst að þau væru í miklu betri stöðu ef þau hefðu tekið slíkt lán frekar en verðtryggt lán.

„Þetta fólk er búið að vera lengi í óvissu með sína stöðu og óvissan fer illa með fólk,“ segir Vilhjálmur.

Eiginkonan er atvinnulaus en eiginmaðurinn er með góða vinnu. Vilhjálmur segir að fjölskyldan nái ekki að framfleyta sér í þessari stöðu. Hann segir að fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum sé hræðilegur. Mikið sé um tómar íbúðir. Það sé hins vegar engin lausn fyrir þessa fjölskyldu að selja. Hún sé búin að tapa öllu eiginfé og myndi sitja uppi með um 10 milljóna skuldir eftir söluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...