Eldar loga milli ASÍ og ríkisstjórnar

Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson deildu harkalega í Kastljósþætti ...
Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson deildu harkalega í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins. mbl.is/skjáskot úr Kastljósi.

Reyndir forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem rætt er við minnast þess ekki að á síðari tímum hafi myndast önnur eins gjá á milli Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar og núna blasir við.

Þó oft hafi kastast í kekki, eiga þau hörðu orðaskipti á milli forystumanna ríkisstjórnarflokkanna og forseta ASÍ sér fá ef nokkur fordæmi á seinni árum.

Gagnrýni Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, í kjölfar auglýsingar ASÍ í Fréttablaðinu í fyrradag, hefur vakið athygli. Þar tiltók ASÍ dæmi um loforð sem launþegasamtökin telja að stjórnvöld hafi svikið. Núna er þolinmæði verkalýðsforystunnar greinilega þrotin. Fjölmennur formannafundur ASÍ ákvað í fyrradag að hreyfingin ætti ekkert vantalað við þessa ríkisstjórn.

Í sömu sporum og SA

Samtök atvinnulífsins hafa sem kunnugt er einnig átt í útistöðum við stjórnvöld og gáfust í fyrra upp á að ræða við ríkisstjórnina um skuldbindandi loforð af hálfu stjórnvalda.

,,Þeir gefast upp árinu seinna en við,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, um ákvörðun ASÍ að ræða ekki frekar við ríkisstjórnina. ,,Við gáfumst upp á því fyrir ári síðan að reyna að kreista út einhver ný loforð frá ríkisstjórninni vegna kjarasamninganna, sem hvorki var vilji né geta til að efna,“ segir hann.

SA hafa þrátt fyrir þetta átt samskipti við stjórnvöld um ýmis mál og tekið þátt í störfum ef fulltrúar þeirra hafa verið boðaðir til funda. ,,En við töldum alveg tilgangslaust að reyna að kreista út einhver ný loforð, sem myndu aldrei standast. Núna er Alþýðusambandið í sömu sporum og við vorum þá.“

Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur er að ljúka ritun sögu Alþýðusambandsins. Hann segir að mörg dæmi megi finna í þeirri sögu á liðinni öld, sérstaklega fyrir 1990, um hörð átök á milli ASÍ og ríkisstjórnar, þar sem ASÍ hafi jafnvel tekið þátt í að fella ríkisstjórnir. Mun færri dæmi séu um svo hörð átök á síðustu tveimur áratugum. Sumarliði vill þó ekki leggja dóm á hvað hin hvössu orðaskipti sem nú ganga á milli rista djúpt. „Það er held ég alveg ljóst að það er ekki fullt traust þarna á milli og hefur ekki verið undanfarin ár en á meðan reykurinn er ekki hjaðnaður er erfitt að leggja dóm á hvort menn munu standa við stóru orðin.“

Harkalega tekist á

Steingrímur og Gylfi tókust harkalega á í Speglinum í Ríkisútvarpinu í fyrradag og aftur í Kastljósi um kvöldið og gengu ásakanir á báða bóga. Jóhanna hafði einnig uppi stór orð við upphaf þingfundar á Alþingi í gær en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Jóhönnu hvort ekki væri tímabært fyrir ríkisstjórnina að „skila lyklunum“. Bjarni vitnaði til ASÍ um að ríkisstjórnin hefði sett heimsmet í svikum. Eina svar stjórnarinnar væri að segja ASÍ ljúga.

Jóhanna sagði ríkisstjórnina hafa þurft að sitja undir eilífum svikabrigslum af hálfu ASÍ sem séu orðin svo tíð að þau geti vart talist marktæk. „Ég er sannfærð um það að ef svo illa fer í kosningunum í vor að sjálfstæðismenn taki við völdum, þá mun forysta ASÍ þakka fyrir þann tíma sem hún hefur haft með félagshyggjustjórn síðastliðin ár,“ sagði hún.

Hefur enga forystu sýnt

Vilhjálmur tekur í sama streng og Gylfi í gagnrýni á ríkisstjórnina, sem hafi lofað að skapa öll skilyrði fyrir og ýta undir meiri fjárfestingar í atvinnulífinu. Þær væru meginforsenda þess að gengið gæti hækkað og verðbólgan yrði í samræmi við markmið Seðlabankans. „Þetta hefur ekkert gengið eftir og ríkisstjórnin hefur nákvæmlega enga forystu sýnt í því máli og unnið gegn auknum fjárfestingum t.d. með þessum endalausa hernaði á hendur sjávarútveginum,“ segir hann.

Í skugga þessara átaka er unnið að endurskoðun kjarasamninga og næstkomandi mánudag munu samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn SA koma saman.

Innlent »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »

Eldur logaði í stút gaskúts

Í gær, 22:39 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi í Kópavoginum um áttaleytið í kvöld, eftir að eldur kviknaði á stút gaskúts undir gasgrilli þar sem verið var að grilla. Meira »

Fékk áfall undir stýri og ók út af

Í gær, 22:25 Umferðaróhapp varð á Fjarðarheiði á Austfjörðum í dag þegar eldri maður keyrði útaf veginum. Vegfarendur sem komu að manninum látnum hófu strax endurlífgunartilraunir og hringdu á lögreglu. Meira »

Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Í gær, 21:10 Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna að sögn forstjóra Umhverfisstofnunnar. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni svo fara í hefðbundið ferli. Meira »

Þyrlan sótti veikan sjómann

Í gær, 20:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í dag á fiskiskipi við strendur Norðurlands. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni fór þyrlan í loftið um fimmleytið og lenti þremur klukkutímum síðar, um áttaleytið, við Borgarspítala. Meira »

Varðhald framlengt til 18. ágúst

Í gær, 21:57 Hæstirétt­ur staðfesti í dag úr­sk­urð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana í Mosfellsdal í síðasta mánuði, sæti áfram­hald­andi fjög­urra vikna gæslu­v­arðhaldi. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

Í gær, 20:58 „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Býr til líkjör úr íslenskri mjólk

Í gær, 20:30 „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Meira »
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laust 30.- 04. ág. - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi, Gullfo...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...