Eldar loga milli ASÍ og ríkisstjórnar

Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson deildu harkalega í Kastljósþætti ...
Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson deildu harkalega í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins. mbl.is/skjáskot úr Kastljósi.

Reyndir forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem rætt er við minnast þess ekki að á síðari tímum hafi myndast önnur eins gjá á milli Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar og núna blasir við.

Þó oft hafi kastast í kekki, eiga þau hörðu orðaskipti á milli forystumanna ríkisstjórnarflokkanna og forseta ASÍ sér fá ef nokkur fordæmi á seinni árum.

Gagnrýni Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, í kjölfar auglýsingar ASÍ í Fréttablaðinu í fyrradag, hefur vakið athygli. Þar tiltók ASÍ dæmi um loforð sem launþegasamtökin telja að stjórnvöld hafi svikið. Núna er þolinmæði verkalýðsforystunnar greinilega þrotin. Fjölmennur formannafundur ASÍ ákvað í fyrradag að hreyfingin ætti ekkert vantalað við þessa ríkisstjórn.

Í sömu sporum og SA

Samtök atvinnulífsins hafa sem kunnugt er einnig átt í útistöðum við stjórnvöld og gáfust í fyrra upp á að ræða við ríkisstjórnina um skuldbindandi loforð af hálfu stjórnvalda.

,,Þeir gefast upp árinu seinna en við,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, um ákvörðun ASÍ að ræða ekki frekar við ríkisstjórnina. ,,Við gáfumst upp á því fyrir ári síðan að reyna að kreista út einhver ný loforð frá ríkisstjórninni vegna kjarasamninganna, sem hvorki var vilji né geta til að efna,“ segir hann.

SA hafa þrátt fyrir þetta átt samskipti við stjórnvöld um ýmis mál og tekið þátt í störfum ef fulltrúar þeirra hafa verið boðaðir til funda. ,,En við töldum alveg tilgangslaust að reyna að kreista út einhver ný loforð, sem myndu aldrei standast. Núna er Alþýðusambandið í sömu sporum og við vorum þá.“

Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur er að ljúka ritun sögu Alþýðusambandsins. Hann segir að mörg dæmi megi finna í þeirri sögu á liðinni öld, sérstaklega fyrir 1990, um hörð átök á milli ASÍ og ríkisstjórnar, þar sem ASÍ hafi jafnvel tekið þátt í að fella ríkisstjórnir. Mun færri dæmi séu um svo hörð átök á síðustu tveimur áratugum. Sumarliði vill þó ekki leggja dóm á hvað hin hvössu orðaskipti sem nú ganga á milli rista djúpt. „Það er held ég alveg ljóst að það er ekki fullt traust þarna á milli og hefur ekki verið undanfarin ár en á meðan reykurinn er ekki hjaðnaður er erfitt að leggja dóm á hvort menn munu standa við stóru orðin.“

Harkalega tekist á

Steingrímur og Gylfi tókust harkalega á í Speglinum í Ríkisútvarpinu í fyrradag og aftur í Kastljósi um kvöldið og gengu ásakanir á báða bóga. Jóhanna hafði einnig uppi stór orð við upphaf þingfundar á Alþingi í gær en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Jóhönnu hvort ekki væri tímabært fyrir ríkisstjórnina að „skila lyklunum“. Bjarni vitnaði til ASÍ um að ríkisstjórnin hefði sett heimsmet í svikum. Eina svar stjórnarinnar væri að segja ASÍ ljúga.

Jóhanna sagði ríkisstjórnina hafa þurft að sitja undir eilífum svikabrigslum af hálfu ASÍ sem séu orðin svo tíð að þau geti vart talist marktæk. „Ég er sannfærð um það að ef svo illa fer í kosningunum í vor að sjálfstæðismenn taki við völdum, þá mun forysta ASÍ þakka fyrir þann tíma sem hún hefur haft með félagshyggjustjórn síðastliðin ár,“ sagði hún.

Hefur enga forystu sýnt

Vilhjálmur tekur í sama streng og Gylfi í gagnrýni á ríkisstjórnina, sem hafi lofað að skapa öll skilyrði fyrir og ýta undir meiri fjárfestingar í atvinnulífinu. Þær væru meginforsenda þess að gengið gæti hækkað og verðbólgan yrði í samræmi við markmið Seðlabankans. „Þetta hefur ekkert gengið eftir og ríkisstjórnin hefur nákvæmlega enga forystu sýnt í því máli og unnið gegn auknum fjárfestingum t.d. með þessum endalausa hernaði á hendur sjávarútveginum,“ segir hann.

Í skugga þessara átaka er unnið að endurskoðun kjarasamninga og næstkomandi mánudag munu samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn SA koma saman.

Innlent »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Ógn fylgi innflutningi á fersku kjöti

Í gær, 20:37 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, segir ómetanlegt að á Íslandi sé minnst sýklalyfjaónæmi af löndum Evrópu, eins og árleg skýrsla Evrópsku sóttvarnarmiðstöðvarinnar sýnir. Meira »

Björn Lúkas tapaði úrslitabardaganum

Í gær, 20:12 Bardagamaðurinn Björn Lúkas Haraldsson tapaði úrslitabardaganum sínum á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA í dag. Svíinn Khaled Laallam reyndist of sterkur og fór með sigur af hólmi. Björn Lúkas fer hins vegar með silfrið heim. Þetta kemur fram á Meira »

Lambastelpa lét ekki stoppa sig

Í gær, 19:13 Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi. Meira »

Sex fengu 100 þúsund krónur

Í gær, 19:34 Enginn miðhafi var með allar tölur réttar í Lottó þegar dregið var út kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Þrír miðaeigendur skiptu hins vegar með sér bónusvinningi kvöldsins og hlýtur hver um sig rúmlega 101 þúsund krónur. Meira »

Telja himin og jörð ekki að farast

Í gær, 18:33 Jarðvísindamenn voru við mælingar á Öræfajökli í dag og mældu meðal annars nýjan sigketil sem hefur myndast í öskju jökulsins síðustu daga. Ketillinn er um einn kílómetri í þvermál, en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir það hafa komið í ljós að ketilinn sé um 15 til 20 metra djúpur. Meira »

„Þetta er algjör draumur“

Í gær, 17:40 Úthlutað var úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur eiginkonu hans við athöfn í Listasafni Íslands í dag og hlutu tveir ungir myndlistarmenn styrki, þau Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir. Meira »

35,11% vefsíðna komnar aftur í gagnið

Í gær, 17:29 Samkvæmt Merði Ingólfssyni, framkvæmdastjóra 1984 ehf. hefur 35,11% þeirra vefsíðna sem fyrirtækið hýsir verið komið aftur í gagnið eftir kerfishrunið sem varð á miðvikudag. Á morgun vonast hann til að hlutfallið verði komið upp í 50% og að á mánudag verði allar vefsíðurnar komnar upp. Meira »

Fresta stofnfundi nýs stéttarfélags

Í gær, 16:57 Ákveðið hefur verið að fresta stofnfundi nýs Stéttarfélags, Sambands íslenskra flugliða, sem flugfreyjur- og þjónar hjá WOW air hugðust stofna. Erla Pálsdóttir forsvarsmaður undirbúningsnefndarinnar, segir í tilkynningu sem hún sendi frá sér fyrir skömmu, þetta sé gert vegna breyttra aðstæðna. Meira »

Stella hreint ekki í orlofi

Í gær, 16:32 Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark. Meira »

„Staðan er brothætt“

Í gær, 15:55 „Mér finnst við ekki standa illa. Við stöndum þokkalega en staðan er brothætt,“ segir dósent við menntavísindasvið HÍ um læsi grunnskólabarna. Þetta kom fram í erindi sem hann hélt á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

Í gær, 14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl eykst áfram

Í gær, 16:31 Rafleiðni í Múlakvísl á Mýrdalssandi heldur áfram að aukast og samkvæmt nýjustu mælingum sem gerðar voru í dag mælist rafleiðnin 560 míkrómens/cm. Meira »

Óku út af á stolnum bíl

Í gær, 15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

Í gær, 14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...