Eldar loga milli ASÍ og ríkisstjórnar

Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson deildu harkalega í Kastljósþætti ...
Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson deildu harkalega í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins. mbl.is/skjáskot úr Kastljósi.

Reyndir forystumenn í verkalýðshreyfingunni sem rætt er við minnast þess ekki að á síðari tímum hafi myndast önnur eins gjá á milli Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar og núna blasir við.

Þó oft hafi kastast í kekki, eiga þau hörðu orðaskipti á milli forystumanna ríkisstjórnarflokkanna og forseta ASÍ sér fá ef nokkur fordæmi á seinni árum.

Gagnrýni Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, í kjölfar auglýsingar ASÍ í Fréttablaðinu í fyrradag, hefur vakið athygli. Þar tiltók ASÍ dæmi um loforð sem launþegasamtökin telja að stjórnvöld hafi svikið. Núna er þolinmæði verkalýðsforystunnar greinilega þrotin. Fjölmennur formannafundur ASÍ ákvað í fyrradag að hreyfingin ætti ekkert vantalað við þessa ríkisstjórn.

Í sömu sporum og SA

Samtök atvinnulífsins hafa sem kunnugt er einnig átt í útistöðum við stjórnvöld og gáfust í fyrra upp á að ræða við ríkisstjórnina um skuldbindandi loforð af hálfu stjórnvalda.

,,Þeir gefast upp árinu seinna en við,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, um ákvörðun ASÍ að ræða ekki frekar við ríkisstjórnina. ,,Við gáfumst upp á því fyrir ári síðan að reyna að kreista út einhver ný loforð frá ríkisstjórninni vegna kjarasamninganna, sem hvorki var vilji né geta til að efna,“ segir hann.

SA hafa þrátt fyrir þetta átt samskipti við stjórnvöld um ýmis mál og tekið þátt í störfum ef fulltrúar þeirra hafa verið boðaðir til funda. ,,En við töldum alveg tilgangslaust að reyna að kreista út einhver ný loforð, sem myndu aldrei standast. Núna er Alþýðusambandið í sömu sporum og við vorum þá.“

Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur er að ljúka ritun sögu Alþýðusambandsins. Hann segir að mörg dæmi megi finna í þeirri sögu á liðinni öld, sérstaklega fyrir 1990, um hörð átök á milli ASÍ og ríkisstjórnar, þar sem ASÍ hafi jafnvel tekið þátt í að fella ríkisstjórnir. Mun færri dæmi séu um svo hörð átök á síðustu tveimur áratugum. Sumarliði vill þó ekki leggja dóm á hvað hin hvössu orðaskipti sem nú ganga á milli rista djúpt. „Það er held ég alveg ljóst að það er ekki fullt traust þarna á milli og hefur ekki verið undanfarin ár en á meðan reykurinn er ekki hjaðnaður er erfitt að leggja dóm á hvort menn munu standa við stóru orðin.“

Harkalega tekist á

Steingrímur og Gylfi tókust harkalega á í Speglinum í Ríkisútvarpinu í fyrradag og aftur í Kastljósi um kvöldið og gengu ásakanir á báða bóga. Jóhanna hafði einnig uppi stór orð við upphaf þingfundar á Alþingi í gær en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Jóhönnu hvort ekki væri tímabært fyrir ríkisstjórnina að „skila lyklunum“. Bjarni vitnaði til ASÍ um að ríkisstjórnin hefði sett heimsmet í svikum. Eina svar stjórnarinnar væri að segja ASÍ ljúga.

Jóhanna sagði ríkisstjórnina hafa þurft að sitja undir eilífum svikabrigslum af hálfu ASÍ sem séu orðin svo tíð að þau geti vart talist marktæk. „Ég er sannfærð um það að ef svo illa fer í kosningunum í vor að sjálfstæðismenn taki við völdum, þá mun forysta ASÍ þakka fyrir þann tíma sem hún hefur haft með félagshyggjustjórn síðastliðin ár,“ sagði hún.

Hefur enga forystu sýnt

Vilhjálmur tekur í sama streng og Gylfi í gagnrýni á ríkisstjórnina, sem hafi lofað að skapa öll skilyrði fyrir og ýta undir meiri fjárfestingar í atvinnulífinu. Þær væru meginforsenda þess að gengið gæti hækkað og verðbólgan yrði í samræmi við markmið Seðlabankans. „Þetta hefur ekkert gengið eftir og ríkisstjórnin hefur nákvæmlega enga forystu sýnt í því máli og unnið gegn auknum fjárfestingum t.d. með þessum endalausa hernaði á hendur sjávarútveginum,“ segir hann.

Í skugga þessara átaka er unnið að endurskoðun kjarasamninga og næstkomandi mánudag munu samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn SA koma saman.

Innlent »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »
BMW klossar, olíusía og olíusíuverkfæri
BMW bremsuklossa sett framan Báðum megin framan. Passar á eftirfarandi hjól ...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Hljómsveit Antons Kröyer
Hljómsveit ANTONS KRÖYER Lifandi tónlist : dúett - tríó. V/ brúðkaup - afmæli - ...
FORD FOCUS JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...