Samþykkt að þingfundur geti staðið lengur

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

„Ég tel að hæstvirt ríkisstjórn hefði átt að koma með málið mikið, mikið fyrr. Þingið er búið að vera meira eða minna verklaust í allt haust. Þetta er bara léleg verkstjórn hjá hæstvirtri ríkisstjórn sem við stöndum hér frammi fyrir að þurfa að halda hér kvöldfundi langt fram á kvöld þvert á stefnu hæstvirts forseta sem vildi hafa fjölskylduvænan vinnustað.“

Þetta sagði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag þar sem hann gerði grein fyrir atkvæði sínu gegn tillögu forseta Alþingis, Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, um að heimilt yrði að halda þingfund í dag lengur en þingsköp gera ráð fyrir. Pétur var eini þingmaðurinn sem kaus að gera grein fyrir atkvæði sínu.

Tillaga forseta þingsins var samþykkt með 26 atkvæðum gegn 18.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert