Bankamaður með falsað vegabréf

Bankamaður sem kom til landsins frá Bretlandi á vegum íslensks fjármálafyrirtækis, til að halda fyrirlestur um peningaþvætti og ráðstafanir gegn því, reyndist með falsað vegabréf. Maðurinn hafði farið víða um Evrópu á vegabréfinu en árvökull starfsmaður í vegabréfaeftirliti hér á landi sá við honum.

Greint er frá málinu í þættinum 112 hér á MBL Sjónvarpi. Atvikið átti sér stað 8. janúar 2007 en áður hefur ekki verið fjallað um það í íslenskum fjölmiðlum. 

Eiríkur H. Sigurjónsson, varðstjóri hjá flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum, var við vegabréfaeftirlit þennan dag, þegar að kom hávaxinn, jakkafataklæddur karlmaður og framvísaði ítölsku vegabréfi. Eiríkur tók þá samstundis eftir því að persónuupplýsingar í vegabréfinu voru ekki færðar inn með hefðbundnu letri sem notað er í ítölskum vegabréfum.

Var það kveikjan að málinu sem þótti allsérstakt en maðurinn hafði meðal annars farið í gegnum öryggisskoðun hjá Scotland Yard vegna starfs síns, og fannst þá ekkert að vegabréfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert