Ekki nægilegt D-vítamín

Sex ára börn borða ekki nóg af grænmeti, ávöxtum og …
Sex ára börn borða ekki nóg af grænmeti, ávöxtum og fiski. mbl.is/Styrmir Kári

Sex ára börn fá hvorki nægilegt D-vítamín né borða ráðlagðan dagskammt af grænmeti, ávöxtum, fiski og lýsi.

Þá er samsetning orkugefandi efna og trefjaefnainnihald ekki eins og best verður á kosið því vörur með litla næringarþéttni; kex, kökur, gos- og svaladrykkir, sælgæti, snakk og ís, veita stóran hluta af orkunni.

Börnin fá þó ráðlegan dagskammt (RDS) af flestum vítamínum og steinefnum, að undanskildu D-vítamíni. Mikilvægt er að bæta mataræði íslenskra barna.

Þetta er niðurstaða rannsóknar Ingibjargar Gunnarsdóttur næringarfræðings, Hafdísar Helgadóttur, Birnu Þórisdóttur og Ingu Þórsdóttur á mataræði sex ára barna 2011-2012 sem birtist í nýútkomnu Læknablaði og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert