„Einelti og hreint og klárt ofbeldi“

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Ingvarss

Borgarstjórinn í Reykjavík segist hafa upplifað „einelti og hreint og klárt ofbeldi“ frá nokkrum fundargestum á íbúafundi í Grafarvogi sem fram fór í kvöld. Þetta sé breyting frá íbúafundum í öðrum hverfum borgarinnar sem hafi verið ákaflega góðir, fræðandi og málefnalegir.

„Mér fannst ég knúinn að segja frá þessu, ekki bara mín vegna heldur allra þeirra sem þurfa að lifa við niðurlægingu, háð, lítilsvirðingu, ógnanir og ofbeldi, í skólanum, á heimilinu, í vinnunni, netinu eða á götum úti. Af hverju þegjum við svo gjarnan yfir svona?“ spyr Jón Gnarr á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Hann rifjar upp eigin æsku í því sambandi þar sem hann hafi upplifað einelti og ofbeldi. „Það tók mig 30 ár að safna í mig kjarki til að segja frá því. Ég þarf ekki þann tíma lengur. Baráttan gegn ofbeldi og einelti er ekki eftir 30 ár. Hún er núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert