TF-SIF í sjúkraflug til Svíþjóðar

TF-SIF í Malmö í Svíþjóð í morgun.
TF-SIF í Malmö í Svíþjóð í morgun. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í morgun í sjúkraflug til Malmö í Svíþjóð með sjúkling en að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, þykir flugvélin hentugri til sjúkraflugs til annarra landa en aðrar sjúkraflugvélar.

„Það þykir mjög góð aðstaða um borð til þess að sinna gjörgæslusjúklingum og því mjög gott að athafna sig,“ segir Hrafnhildur. Gott rými þyki þannig fyrir sjúklinginn og einnig aðstandendur þegar þeir fylgja með. „Flugvélin hefur lengra flugþol en margar aðrar sjúkraflugvélar og þarf því ekki að millilenda. Það þýðir að tíminn sem líður þar til sjúklingur kemst á sjúkrahús er skemmri.“

Spurð að því hvort slíkt flug séu algengt segir hún svo ekki vera. Stutt sé þó síðan flogið var til Malmö með annan sjúkling í flugvél Gæslunnar en það var um miðjan þennan mánuð. „Þegar óskað er eftir flugvélinni þá bara bregðumst við við því og gerum okkar besta eins og alltaf.“

TF-SIF að innanverðu.
TF-SIF að innanverðu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert