„Ég á líf“ verður framlag Íslands

Lagið „Ég á líf“ í flutningi Eyþórs Inga Gunnlaugssonar bar sigur úr býtum í söngvakeppninni í kvöld og verður þar með framlag Íslands í Evróvisjón-söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. Það keppti til úrslita gegn laginu „Ég syng!“ í flutningu Unnar Eggertsdóttur og hafði betur.

Höfundar lags og texta eru Örlygur Smári og Pétur Örn Guðmundsson. Samtals tóku sjö lög þátt í keppninni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert