Tvær byggingar rísa á háskólasvæðinu

Hús íslenskra fræða við Suðurgötu. Húsið hefur sporöskjulaga grunnmynd og …
Hús íslenskra fræða við Suðurgötu. Húsið hefur sporöskjulaga grunnmynd og útveggir verða skreyttir handritatextum.

Framkvæmdir við tvær nýjar byggingar á háskólasvæðinu hefjast á þessu ári. Þar er um að ræða Hús íslenskra fræða og byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Fyrrnefnda byggingin kemur til með að rísa á reit við Þjóðarbókhlöðuna á horni Suðurgötu og Guðbrandsgötu og verður rúmlega 6.000 fermetrar að flatarmáli.

Sú síðarnefnda verður reist á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu og er um helmingi minni. Í umfjöllun um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að taka á húsin í notkun síðla árs 2015 eða í byrjun árs 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert