Þráinn hótar að hætta að styðja stjórnina

Þráinn Bertelsson þingmaður, rithöfundur og leikstjóri.
Þráinn Bertelsson þingmaður, rithöfundur og leikstjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Mér þykir það nú bara merkilegt að það skuli yfirleitt mælast fylgi hjá flokknum eftir öll þessi rassaköst á stjórnartímabilinu,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, um dræmt gengi flokksins í könnunum. Hann segist munu hætta að styðja ríkisstjórnina ef stjórnlagafrumvarpið nær ekki í gegn.

Þráinn telur ríkisstjórnina hafa brugðist á síðari hluta kjörtímabilsins en í Morgunblaðinu á morgun, þriðjudag, fullyrðir Þór Saari, fyrrverandi flokksbróður Þráins í Hreyfingunni, að ríkisstjórn VG og Samfylkingar sé ein versta ríkisstjórn lýðveldistímans.

Þráinn er ósáttur við þann farveg sem stjórnarskrármálið er komið í.

„Ég hef áhyggjur af gangi þessa máls. Það hefur tekið mjög langan tíma að vinna í þessu. Nú er komið alveg prýðilegt frumvarp. Annaðhvort fer það í gegn og verður lagt fyrir þjóðina eins og þjóðin fór fram á og á heimtingu á, eða þá að ég sé ekki mikinn tilgang í að þessi stjórn sitji öllu lengur. Ef hún hefur ekki bolmagn til að koma þessu í gegn að þá er nú ekki mikilla afreka að vænta og tímabært að fara að huga að næstu ríkisstjórn með kosningum.“

Sæi ekki ástæðu til að styðja stjórnina

- Viltu þá að efnt verði til kosninga fyrr en stefnt er að 27. apríl?

„Menn finna út úr því hvað ráðlegt er og nauðsynlegt í því efni. Það sem ég er að segja er að ég sé þá enga ástæðu til að styðja lengur þessa ríkisstjórn sem ég hef vissulega reynt að styðja af ráðum og dáð af því að ég hélt að hún væri að gera gagn. Þá finnst mér gagnsemi hennar vera lokið.

Ég hef það sem af er þessu kjörtímabili verið sannfærður um að þessi ríkisstjórn, þó að hún hafi ekki eingöngu verið að gera hluti sem eru mér að skapi, hafi verið langbesti kosturinn í stöðunni og stutt hana þess vegna. Þess vegna hef ég kyngt ýmsu sem mér hefur ekki þótt sérstaklega lystugt og hef líka kyngt heilmiklu aðgerðaleysi á sviðum þar sem mér finnst að hún hefði átt að láta meira til sín taka. Þannig að ef það á að fara að semja um stjórnarskrármálið, stunda einhver hrossakaup, sjónhverfingar eða slíkt að þá er þessum skilyrðislausa stuðningi mínum allavega lokið.“

- Mundu þá gerast óháður þingmaður?

„Ég veit það ekki, hef ekki hugsað út í það. Ég myndi allavega verða óháðari með því að sjá fyrir endann á þessum skilyrðislausa stuðningi. Ég ætla ekki að fara að ganga úr þingflokknum með einhverjum látum. Það er ekki ég sem skipti máli.“

Engar lausnir í sjónmáli

- Þú nefnir aðgerðaleysi. Á hvaða sviðum hefur þér sárnað að það skyldi ekki hafa verið meira gert?

„Mér svíður það til að mynda afskaplega sárt að það skuli ekki hafa verið komið í gegn neinum af þessum stóru málum. Engu hefur verið breytt í sambandi við fiskveiðistjórnunarmálið, kvótamálið, sem í upphafi kjörtímabils átti að verða alveg lykilatriði. Mér finnst líka dálítið erfitt að horfa upp á það að það eru mér vitanlega engar lausnir á borðinu eða áætlanir um hvenær þessi gjaldeyrishöft verða lögð niður. Það er ekki heldur til marks um mikla snilld eða réttlætiskennd að hinir áhættusæknu sem tóku gengislán skuli hafa fengið leiðréttingu, en eftir sitja hinir varkárari með verðtryggingarsnöruna um hálsinn.

Mér finnst það líka heldur skítt og í raun óþolandi að þessi flokkur sem ég gekk til liðs við þegar Borgarahreyfingin var að liðast sundur, VG, skuli hafa, þvert ofan í þann stjórnarsáttmála sem ég hélt að þessi flokkur væri bundinn af, tekið það upp hjá sér að frysta viðræðurnar við Evrópusambandið. Ég hélt að það væru alveg hreinar línur með það að það stæði til að klára þennan samning og leggja hann fyrir þjóðina svo þjóðin þurfi ekki að rífast um það næstu áratugi hvaða samningur hefði getað náðst ef við hefðum ekki gefist upp á lokasprettinum,“ segir Þráinn og víkur að gjaldmiðlinum.

Íslenskt launafólk tekur skellinn

„Með þessum rammfalska einleik á krónuna hefur gengi krónunnar fallið svo að að laun hér á landi hafa lækkað um meira en 50%. Þannig er íslenskt launafólk vitanlega að taka á sig að borga það sem borgað verður af því stórkostlega efnahagsráni sem hér var framið, þann hluta þess sem við höfum ekki af fullkomnu samviskuleysi látið útlendinga súpa seyðið af. Ég er ekkert sérstaklega glaður með gang mála.

Þótt það séu miklar sveiflur í skoðanakönnunum upp og niður er það náttúrulega svo að þessi stjórn hefur gert góða hluti í að taka við þjóðfélagi sem var búið að leggja í efnahagslega rúst og koma því á lappirnar aftur. Það er umtalsvert afrek, en hins vegar seinnipart kjörtímabilsins hefur stjórnin ekki staðið undir væntingum og ekki lokið þeim verkefnum sem hún átti að ljúka. Léleg útkoma í skoðanakönnunum er til marks um útbreidd vonbrigði.“

Merkilegt að nokkuð fylgi mælist

- Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur í VG að flokkurinn hefur í nokkrum könnunum mælst með minna en 10% fylgi?

„Mér þykir það nú bara merkilegt að það skuli yfirleitt mælast fylgi hjá flokknum eftir öll þessi rassaköst á stjórnartímabilinu. Hátt í hálfur þingflokkurinn er farinn og hörðust andstaða við stjórnina í þessum flokki. Það er ekki sérlega trúverðugt.“

mbl.is

Innlent »

3 ferðamenn týndir í Lónsöræfum

00:05 3 ferðamenn eru týndir í Lónsöræfum þar sem er þó nokkur vindur og þoka. Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi voru boðaðar út á ellefta og tólfta tímanum í kvöld vegna tveggja aðskildra verkefna. Meira »

Selfyssingar lána skátum svefnpoka og búnað

00:00 Stór hópur þeirra 200 skáta sem ekki fengu farangur sinn á Keflavíkurflugvelli í vikubyrjun, hefur ekki enn fengið farangur sinn.Íbúar á Selfossi brugðust skjótt við þegar sjálfboðaliðarnir komu þangað í gær og söfnuðu dýnum, svefnpokum og öðru nauðsynlegu til þess að aðstoða farangurslausa skáta. Meira »

12 ára slasast í mótorkross

Í gær, 21:43 12 ára stúlka slasaðist í mótorkrossbrautinni við Glerá fyrir ofan Akureyri um níuleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Akureyri slasaðist stúlkan á öxl er hún datt í brautinni. Meira »

Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi

Í gær, 21:30 Stærsta rannsókn í Surtsey frá upphafi hefst nú í ágúst. Hópur vísindafólks vinnur að verkefninu, en m.a. koma sérhæfðir bormenn koma frá Bandaríkjunum og bora tvær holur í eyjunni afla gagna sem nýta á til margvíslegra rannsókna. Meira »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

Í gær, 20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

Í gær, 20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývatn fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

Í gær, 19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

Í gær, 20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

John Snorri lagður af stað

Í gær, 18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

Í gær, 18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

Í gær, 18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

Í gær, 17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

Í gær, 16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

Í gær, 15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

Í gær, 14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

Í gær, 16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

Í gær, 15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Í gær, 14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »
Bílastæðamálun - heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Coleman fellihýsi með fortjaldi
Til sölu Coleman fellihýsi árg. 1996 með fortjaldi. Hýsið er í ágætu standi. Nýr...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
 
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...