Þráinn hótar að hætta að styðja stjórnina

Þráinn Bertelsson þingmaður, rithöfundur og leikstjóri.
Þráinn Bertelsson þingmaður, rithöfundur og leikstjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Mér þykir það nú bara merkilegt að það skuli yfirleitt mælast fylgi hjá flokknum eftir öll þessi rassaköst á stjórnartímabilinu,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, um dræmt gengi flokksins í könnunum. Hann segist munu hætta að styðja ríkisstjórnina ef stjórnlagafrumvarpið nær ekki í gegn.

Þráinn telur ríkisstjórnina hafa brugðist á síðari hluta kjörtímabilsins en í Morgunblaðinu á morgun, þriðjudag, fullyrðir Þór Saari, fyrrverandi flokksbróður Þráins í Hreyfingunni, að ríkisstjórn VG og Samfylkingar sé ein versta ríkisstjórn lýðveldistímans.

Þráinn er ósáttur við þann farveg sem stjórnarskrármálið er komið í.

„Ég hef áhyggjur af gangi þessa máls. Það hefur tekið mjög langan tíma að vinna í þessu. Nú er komið alveg prýðilegt frumvarp. Annaðhvort fer það í gegn og verður lagt fyrir þjóðina eins og þjóðin fór fram á og á heimtingu á, eða þá að ég sé ekki mikinn tilgang í að þessi stjórn sitji öllu lengur. Ef hún hefur ekki bolmagn til að koma þessu í gegn að þá er nú ekki mikilla afreka að vænta og tímabært að fara að huga að næstu ríkisstjórn með kosningum.“

Sæi ekki ástæðu til að styðja stjórnina

- Viltu þá að efnt verði til kosninga fyrr en stefnt er að 27. apríl?

„Menn finna út úr því hvað ráðlegt er og nauðsynlegt í því efni. Það sem ég er að segja er að ég sé þá enga ástæðu til að styðja lengur þessa ríkisstjórn sem ég hef vissulega reynt að styðja af ráðum og dáð af því að ég hélt að hún væri að gera gagn. Þá finnst mér gagnsemi hennar vera lokið.

Ég hef það sem af er þessu kjörtímabili verið sannfærður um að þessi ríkisstjórn, þó að hún hafi ekki eingöngu verið að gera hluti sem eru mér að skapi, hafi verið langbesti kosturinn í stöðunni og stutt hana þess vegna. Þess vegna hef ég kyngt ýmsu sem mér hefur ekki þótt sérstaklega lystugt og hef líka kyngt heilmiklu aðgerðaleysi á sviðum þar sem mér finnst að hún hefði átt að láta meira til sín taka. Þannig að ef það á að fara að semja um stjórnarskrármálið, stunda einhver hrossakaup, sjónhverfingar eða slíkt að þá er þessum skilyrðislausa stuðningi mínum allavega lokið.“

- Mundu þá gerast óháður þingmaður?

„Ég veit það ekki, hef ekki hugsað út í það. Ég myndi allavega verða óháðari með því að sjá fyrir endann á þessum skilyrðislausa stuðningi. Ég ætla ekki að fara að ganga úr þingflokknum með einhverjum látum. Það er ekki ég sem skipti máli.“

Engar lausnir í sjónmáli

- Þú nefnir aðgerðaleysi. Á hvaða sviðum hefur þér sárnað að það skyldi ekki hafa verið meira gert?

„Mér svíður það til að mynda afskaplega sárt að það skuli ekki hafa verið komið í gegn neinum af þessum stóru málum. Engu hefur verið breytt í sambandi við fiskveiðistjórnunarmálið, kvótamálið, sem í upphafi kjörtímabils átti að verða alveg lykilatriði. Mér finnst líka dálítið erfitt að horfa upp á það að það eru mér vitanlega engar lausnir á borðinu eða áætlanir um hvenær þessi gjaldeyrishöft verða lögð niður. Það er ekki heldur til marks um mikla snilld eða réttlætiskennd að hinir áhættusæknu sem tóku gengislán skuli hafa fengið leiðréttingu, en eftir sitja hinir varkárari með verðtryggingarsnöruna um hálsinn.

Mér finnst það líka heldur skítt og í raun óþolandi að þessi flokkur sem ég gekk til liðs við þegar Borgarahreyfingin var að liðast sundur, VG, skuli hafa, þvert ofan í þann stjórnarsáttmála sem ég hélt að þessi flokkur væri bundinn af, tekið það upp hjá sér að frysta viðræðurnar við Evrópusambandið. Ég hélt að það væru alveg hreinar línur með það að það stæði til að klára þennan samning og leggja hann fyrir þjóðina svo þjóðin þurfi ekki að rífast um það næstu áratugi hvaða samningur hefði getað náðst ef við hefðum ekki gefist upp á lokasprettinum,“ segir Þráinn og víkur að gjaldmiðlinum.

Íslenskt launafólk tekur skellinn

„Með þessum rammfalska einleik á krónuna hefur gengi krónunnar fallið svo að að laun hér á landi hafa lækkað um meira en 50%. Þannig er íslenskt launafólk vitanlega að taka á sig að borga það sem borgað verður af því stórkostlega efnahagsráni sem hér var framið, þann hluta þess sem við höfum ekki af fullkomnu samviskuleysi látið útlendinga súpa seyðið af. Ég er ekkert sérstaklega glaður með gang mála.

Þótt það séu miklar sveiflur í skoðanakönnunum upp og niður er það náttúrulega svo að þessi stjórn hefur gert góða hluti í að taka við þjóðfélagi sem var búið að leggja í efnahagslega rúst og koma því á lappirnar aftur. Það er umtalsvert afrek, en hins vegar seinnipart kjörtímabilsins hefur stjórnin ekki staðið undir væntingum og ekki lokið þeim verkefnum sem hún átti að ljúka. Léleg útkoma í skoðanakönnunum er til marks um útbreidd vonbrigði.“

Merkilegt að nokkuð fylgi mælist

- Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur í VG að flokkurinn hefur í nokkrum könnunum mælst með minna en 10% fylgi?

„Mér þykir það nú bara merkilegt að það skuli yfirleitt mælast fylgi hjá flokknum eftir öll þessi rassaköst á stjórnartímabilinu. Hátt í hálfur þingflokkurinn er farinn og hörðust andstaða við stjórnina í þessum flokki. Það er ekki sérlega trúverðugt.“

mbl.is

Innlent »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Í gær, 20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Útrýma hættu af Hádegissteini

Í gær, 20:15 Ákveðið hefur verið vinna að því að útrýma þeirri hættu sem talið er að stafi af Hádegissteini í Hnífsdal. Þetta ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar á fundi í morgun. Steinninn verður annað hvort sprengdur eða festur niður. Meira »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

Í gær, 20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

Í gær, 20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

Í gær, 20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

Í gær, 19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

Í gær, 18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

Í gær, 18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

Í gær, 19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

Í gær, 18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

Í gær, 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
Stálfelgur
Til sölu 3 gangar af stálfelgum. Subaru 15" svartar á 8.000. 16" Rav4 silfurlita...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...