Þráinn hótar að hætta að styðja stjórnina

Þráinn Bertelsson þingmaður, rithöfundur og leikstjóri.
Þráinn Bertelsson þingmaður, rithöfundur og leikstjóri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Mér þykir það nú bara merkilegt að það skuli yfirleitt mælast fylgi hjá flokknum eftir öll þessi rassaköst á stjórnartímabilinu,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, um dræmt gengi flokksins í könnunum. Hann segist munu hætta að styðja ríkisstjórnina ef stjórnlagafrumvarpið nær ekki í gegn.

Þráinn telur ríkisstjórnina hafa brugðist á síðari hluta kjörtímabilsins en í Morgunblaðinu á morgun, þriðjudag, fullyrðir Þór Saari, fyrrverandi flokksbróður Þráins í Hreyfingunni, að ríkisstjórn VG og Samfylkingar sé ein versta ríkisstjórn lýðveldistímans.

Þráinn er ósáttur við þann farveg sem stjórnarskrármálið er komið í.

„Ég hef áhyggjur af gangi þessa máls. Það hefur tekið mjög langan tíma að vinna í þessu. Nú er komið alveg prýðilegt frumvarp. Annaðhvort fer það í gegn og verður lagt fyrir þjóðina eins og þjóðin fór fram á og á heimtingu á, eða þá að ég sé ekki mikinn tilgang í að þessi stjórn sitji öllu lengur. Ef hún hefur ekki bolmagn til að koma þessu í gegn að þá er nú ekki mikilla afreka að vænta og tímabært að fara að huga að næstu ríkisstjórn með kosningum.“

Sæi ekki ástæðu til að styðja stjórnina

- Viltu þá að efnt verði til kosninga fyrr en stefnt er að 27. apríl?

„Menn finna út úr því hvað ráðlegt er og nauðsynlegt í því efni. Það sem ég er að segja er að ég sé þá enga ástæðu til að styðja lengur þessa ríkisstjórn sem ég hef vissulega reynt að styðja af ráðum og dáð af því að ég hélt að hún væri að gera gagn. Þá finnst mér gagnsemi hennar vera lokið.

Ég hef það sem af er þessu kjörtímabili verið sannfærður um að þessi ríkisstjórn, þó að hún hafi ekki eingöngu verið að gera hluti sem eru mér að skapi, hafi verið langbesti kosturinn í stöðunni og stutt hana þess vegna. Þess vegna hef ég kyngt ýmsu sem mér hefur ekki þótt sérstaklega lystugt og hef líka kyngt heilmiklu aðgerðaleysi á sviðum þar sem mér finnst að hún hefði átt að láta meira til sín taka. Þannig að ef það á að fara að semja um stjórnarskrármálið, stunda einhver hrossakaup, sjónhverfingar eða slíkt að þá er þessum skilyrðislausa stuðningi mínum allavega lokið.“

- Mundu þá gerast óháður þingmaður?

„Ég veit það ekki, hef ekki hugsað út í það. Ég myndi allavega verða óháðari með því að sjá fyrir endann á þessum skilyrðislausa stuðningi. Ég ætla ekki að fara að ganga úr þingflokknum með einhverjum látum. Það er ekki ég sem skipti máli.“

Engar lausnir í sjónmáli

- Þú nefnir aðgerðaleysi. Á hvaða sviðum hefur þér sárnað að það skyldi ekki hafa verið meira gert?

„Mér svíður það til að mynda afskaplega sárt að það skuli ekki hafa verið komið í gegn neinum af þessum stóru málum. Engu hefur verið breytt í sambandi við fiskveiðistjórnunarmálið, kvótamálið, sem í upphafi kjörtímabils átti að verða alveg lykilatriði. Mér finnst líka dálítið erfitt að horfa upp á það að það eru mér vitanlega engar lausnir á borðinu eða áætlanir um hvenær þessi gjaldeyrishöft verða lögð niður. Það er ekki heldur til marks um mikla snilld eða réttlætiskennd að hinir áhættusæknu sem tóku gengislán skuli hafa fengið leiðréttingu, en eftir sitja hinir varkárari með verðtryggingarsnöruna um hálsinn.

Mér finnst það líka heldur skítt og í raun óþolandi að þessi flokkur sem ég gekk til liðs við þegar Borgarahreyfingin var að liðast sundur, VG, skuli hafa, þvert ofan í þann stjórnarsáttmála sem ég hélt að þessi flokkur væri bundinn af, tekið það upp hjá sér að frysta viðræðurnar við Evrópusambandið. Ég hélt að það væru alveg hreinar línur með það að það stæði til að klára þennan samning og leggja hann fyrir þjóðina svo þjóðin þurfi ekki að rífast um það næstu áratugi hvaða samningur hefði getað náðst ef við hefðum ekki gefist upp á lokasprettinum,“ segir Þráinn og víkur að gjaldmiðlinum.

Íslenskt launafólk tekur skellinn

„Með þessum rammfalska einleik á krónuna hefur gengi krónunnar fallið svo að að laun hér á landi hafa lækkað um meira en 50%. Þannig er íslenskt launafólk vitanlega að taka á sig að borga það sem borgað verður af því stórkostlega efnahagsráni sem hér var framið, þann hluta þess sem við höfum ekki af fullkomnu samviskuleysi látið útlendinga súpa seyðið af. Ég er ekkert sérstaklega glaður með gang mála.

Þótt það séu miklar sveiflur í skoðanakönnunum upp og niður er það náttúrulega svo að þessi stjórn hefur gert góða hluti í að taka við þjóðfélagi sem var búið að leggja í efnahagslega rúst og koma því á lappirnar aftur. Það er umtalsvert afrek, en hins vegar seinnipart kjörtímabilsins hefur stjórnin ekki staðið undir væntingum og ekki lokið þeim verkefnum sem hún átti að ljúka. Léleg útkoma í skoðanakönnunum er til marks um útbreidd vonbrigði.“

Merkilegt að nokkuð fylgi mælist

- Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur í VG að flokkurinn hefur í nokkrum könnunum mælst með minna en 10% fylgi?

„Mér þykir það nú bara merkilegt að það skuli yfirleitt mælast fylgi hjá flokknum eftir öll þessi rassaköst á stjórnartímabilinu. Hátt í hálfur þingflokkurinn er farinn og hörðust andstaða við stjórnina í þessum flokki. Það er ekki sérlega trúverðugt.“

mbl.is

Innlent »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

Í gær, 20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

Í gær, 19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

Í gær, 19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

Í gær, 18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Í gær, 18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

Í gær, 17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

Í gær, 17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

Í gær, 18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

Í gær, 17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

Í gær, 17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...