„Eigendur þessara fjármuna vilja ná þeim úr landi“

Bjarni Benediktsson við setningu 41. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í …
Bjarni Benediktsson við setningu 41. Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Íslenska krónan er í höftum. Við getum ekki búið við það. Höftin eru fyrst og fremst vegna aflandskrónuvandans en einnig vegna uppgjörs á þrotabúum bankanna. Eigendur þessara fjármuna vilja ná þeim úr landi. Meirihluti þeirra eru erlendir vogunarsjóðir sem keypt hafa kröfur í gróðaskyni eftir hrun,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni við setningu landsfundar í Laugardalshöllinni í dag.

Haldið í spennitreyju gjaldeyrishafta

„Ísland er réttarríki. Hér á landi er lögð áhersla á að vernda eignarrétt og tryggja sanngjarna og eðlilega málsmeðferð. Við munum áfram standa vörð um þessi gildi. En, við ætlum ekki að sætta okkur við, að fyrir það eitt að erlendir aðilar hafi eignast kröfur á þrotabú fallinna einkabanka, þá sé þjóðinni allri, heimilunum og atvinnulífinu, haldið í spennitreyju gjaldeyrishafta,“ sagði Bjarni.

Kröfurnar þarf að afskrifa í þágu almannahags

Hann sagði fráfarandi ríkisstjórn hafa algerlega brugðist í þessum málum og að hik og sleifarlag hafi einkennt allar aðgerðir hennar.

„Nú er kominn tími til að setja afarkosti með almannahag að leiðarljósi. Þessar kröfur þarf að afskrifa að verulegu leyti. Í þágu almannahags - í þágu heimilanna,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.

„Krónan verður gjaldmiðill okkar“

„Krónan er og verður gjaldmiðill okkar í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er mikið hættuspil að taka upp nýjan gjaldmiðil þegar nauðsynlegar forsendur skortir og sem stendur tel ég þær alls ekki til staðar. Verkefnið er að byggja upp efnahagslífið á grundvelli krónunnar,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.

Vilja endurskipuleggja íbúðalánamarkaðinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert