Opinbert félag stofnað um Bílastæðasjóð

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Borgarráð samþykkti í gær að stofna opinbert hlutafélag um rekstur Bílastæðasjóðs. Félagið kemur til með að heita Bílastæðasjóður ohf.

Á fundinum voru lagðar fram samþykktir fyrir félagið og drög að starfsreglum fyrir stjórn Bílastæðasjóðs ohf. Borgarstjóra var falið að boða til stofnfundar félagsins.

Megintilgangurinn með rekstri Bílastæðasjóðs er að stýra nýtingu bílastæða í því skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þar sem nauðsyn krefur. Bílastæðasjóður fer jafnframt með eftirlit með bifreiðastöðum í því skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda.

Bílastæðasjóður rekur sjö bílahús í miðborg Reykjavíkur með 1.140 bílastæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert