Ríkið krefst frávísunar

Ríkislögmaður hefur, fyrir hönd Íbúðalánasjóðs, krafist frávísunar í dómsmáli þar …
Ríkislögmaður hefur, fyrir hönd Íbúðalánasjóðs, krafist frávísunar í dómsmáli þar sem tekist er á um lögmæti verðtryggingar. mbl.is/Golli

Ríkislögmaður hefur krafist að dómsmáli þar sem tekist er lögmæti verðtryggingar verði vísað frá dómi. Eygló Harðardóttir alþingismaður furðar sig á þessari afstöðu í ljósi þess að stjórnmálamenn hafi hvatt til þess að reynt verði að eyða óvissu sem fyrst um lögmæti verðtryggðra lána.

Tvö dómsmál eru núna fyrir héraðsdómi þar sem tekist er á um lögmæti gengistryggðra lána. Annað málið er höfðað að frumkvæði Verkalýðsfélags Akraness, en það er gegn Landsbankanum. Hitt málið er höfðað að frumkvæði Hagsmunasamtaka heimilanna, en það er gegn Íbúðalánasjóði. Ríkislögmaður heldur uppi vörnum fyrir Íbúðalánasjóð í málinu, en hann hefur krafist þess að málinu verði vísað frá.

Eygló Harðardóttir fjallaði um þetta mál í ræðu á Alþingi í gær. Hún sagði í samtali við mbl.is að undarlegt væri af ríkinu að krefjast frávísunar í ljósi þess að allir væru sammála um að það þyrfti að fást efnisleg niðurstaða um þetta ágreiningsatriði. Krafa um frávísun væri ekki til að flýta afgreiðslu málsins. Hún sagði óvissu um lögmæti verðtryggingar óþolandi fyrir alla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert