Vorboðinn hrjúfi mættur

Sílamávur á Reykjavíkurtjörn.
Sílamávur á Reykjavíkurtjörn.

Sílamávur, sem stundum er nefndur „vorboðinn hrjúfi“, er kominn til landsins en hann er venjulega fyrsti farfuglinn sem kemur til Íslands á hverju ári að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, fuglafræðings og ljósmyndara frá Stokkseyri.

„Skúmurinn er einnig kominn og svo eru fuglar eins og súlan sem fór aldrei,“ segir Jóhann Óli. Hann segir fuglategundir koma til landsins í ákveðinni röð og næst megi búast við komu álfta og grágæsa. Þórshani kemur síðast til landsins.

Sílamávur er eina mávategundin sem er alfarið farfugl. Fer hann að sögn Jóhanns til Spánar, Vestur-Afríku og A-Evrópu á veturna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert