„Hendur næsta þings verða ekki bundnar“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er auðvitað mjög sérkennileg staða ef það á að fara að ræða saman núna þegar það eru örfáir dagar eftir af þinginu um það sem við höfum óskað eftir samráði um í fjögur ár,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við mbl.is um hugmyndir Árna Páls Árnasonar um að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu þess efnis að næsta þing, að afloknum kosningum, haldi áfram með stjórnarskrármálið.

„Engu að síður er alltaf sjálfsagt að setjast niður og hlusta á hugmyndir. Ég hef ekki séð ennþá neinar útfærðar hugmyndir. Þetta eru allt almenn orð um það hvernig þeir sjái þetta fyrir sér. En það er augljóst að hendur næsta þings verða ekki bundnar af þessu þingi,“ segir Bjarni.

Segir útfærslu stjórnarflokkanna fullkomlega óásættanlega

„Jafnvel þó það ætti einungis að ræða það atriði [auðlindaákvæðið - innsk.blm.] eitt og sér þá er staðan varðandi það ákvæði sú að það hefur lengi verið vilji hjá öllum flokkum, að því er mér sýnist, til þess að komast að samkomulagi um slíkt ákvæði í stjórnarskrá - en sú útfærsla sem hefur verið kynnt til sögunnar af stjórnarflokkunum er fullkomlega óásættanleg - algerlega. Hún er allt annars eðlis heldur en niðurstaða auðlindanefndarinnar frá árinu 2000. Hún er líka mjög frábrugðin niðurstöðu stjórnlaganefndarinnar,“ segir Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert