Kostnaður við jafnlaunaátak óljós

Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fengu hækkanir um síðustu mánaðamót þegar nýr …
Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fengu hækkanir um síðustu mánaðamót þegar nýr stofnanasamningur tók gildi. mbl.is/Styrmir Kári

Ekki liggur fyrir hver kostnaður ríkissjóðs kemur til með að verða af jafnlaunaátaki sem ríkisstjórnin samþykkti í lok janúar að ráðast í. Vinna við að útfæra þetta átak stendur yfir og mun halda áfram fram eftir ári, að sögn Elvu Bjarkar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa í fjármálaráðuneytinu.

Ríkisstjórnin gerði í janúar sérstaka samþykkt um aðgerðir gegn kynbundnum launamun. Ekki kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins hver áætlaður kostnaður er við þetta verkefni. Elva Björk sagði að átakið hefði falið í sér að fara ætti sérstaklega yfir stöðu kvennahópa þar sem launþróun þar hefði verið óhagstæð. Fyrstu greiningar hefðu bent til að eðlilegt væri að byrja innan heilbrigðisstofnana. Búið væri að gera stofnanasamninga fyrir hjúkrunarfræðingar á Landspítala og viðræður stæðu yfir við geislafræðinga og lífeindafræðinga.

Elva sagði að það væri ekki verið að miða við eina krónutöluhækkun eða prósentuhækkanir í þessu jafnlaunaátaki. Það væri verið að skoða hópanna og staða hvers og eins væri metin. Þessi vinna mynda halda áfram á þessu ári og síðan áfram þegar kjarasamningar losnuðu næsta vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert