Hótaði nágranna með skotvopni

Lögreglustöðin Selfossi
Lögreglustöðin Selfossi mbl.is/Sigurður Bogi

Sérsveit lögreglunnar var fengin til aðstoða lögregluna á Selfossi í gærkvöldi við að handtaka karlmann í uppsveitum Árnessýslu en maðurinn hafði hótað nágranna sínum lífláti með skotvopni.

Maðurinn, sem var drukkinn, hafði haft í hótunum við nágranna sinn allt kvöldið og þótti öruggara að fá sérsveitina til að handtaka manninn enda vopnaður. Hann gistir nú fangageymslur lögreglunnar á Selfossi og verður yfirheyrður þegar hann er í ástandi til þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert