Ölvaður á hestbaki og neitaði að stoppa

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 44 ára karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa „stjórnað hesti“ undir svo miklum áhrifum áfengis að hann hafði ekki örugga stjórn á honum og fyrir að hafa ekki hlítt fyrirmælum lögreglu um að stöðva hestinn og stíga af baki.

Jafnframt var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa við sama tilefni, í kjölfar mótspyrnu eftir handtöku í lögreglubifreiðinni, valdið lögreglumanni áverkum þannig að hann hlaut eymsli yfir nefbeini og sár á vinstri nös.

Maðurinn játaði brot sín en hann hefur ekki gerst brotlegur við lög áður, svo vitað sé. Þótti refsingin hæfileg tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert