Sigmundur Davíð kýldur á balli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var kýldur á góugleði á Héraði í gærkvöldi. Lögreglan handtók árásarmanninn og flutti hann til fangageymslu á Egilsstöðum.

Sigmundi varð ekki meint af og hélt áfram að skemmta sér í góðra vina hópi, að því er Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður hans segir.

Jóhannes segir að Sigmundur hafi verið ásamt vinum sínum í gleðskapnum sem fram fór á Brúarási í Fljótsdalshéraði. Undir miðnætti vatt sér mjög ölvaður maður að honum og sagði of marga framsóknarmenn á staðnum. Að því búnu kýldi hann Sigmund í andlitið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert