Svandís með efasemdir um Bakka

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir mikilvægt að hafa varan á sér þegar komu að uppbyggingu á orkufrekum iðnaði. Hún svarar því hins vegar ekki afdráttarlaust hvort hún styðji stjórnarfrumvarp um ívilnanir vegna stóriðju á Bakka.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Svandísi hvort hún styddi frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um ívilnanir vegna stóriðju á Bakka. Hann sagði að þegar þingið væri að vinna á þessum síðustu dögum sem lifa af þessu þingi væri nauðsynlegt að fá upplýsingar um hvort ágreiningur væri um málið í stjórnarflokkunum.

„Það þarf að hafa varann á þegar um er að ræða slík áform,“ segði Svandís í svari sínu. „Hver á að standa vörð um umhverfismálin ef ekki umhverfisráðherrann.“

Svandís sagði að sama ætti við um orkunýtingu þó að orkukostir væru komnir í nýtingarflokk. Hún tók fram að það sama ætti við um olíunýtingu á Drekasvæðinu. „Þar þarf að hafa varan á,“ sagði Svandís.

Jón sagðist skilja þetta svar á þann veg að hún væri með mikinn fyrirvara við þetta mál og myndi ekki styðja það á þingi. Hann bað Svandísi að leiðrétta sig ef hann væri ekki að skilja hana rétt. Svandís kom upp í ræðustól öðru sinni og notaði ekki tækifærið til að leiðrétta þingmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert