Gotti fundinn og færður í lögreglubíl

Gotti í aftursæti lögreglubílsins.
Gotti í aftursæti lögreglubílsins. Ljósmynd/DFS.is

Gotti sem hefur staðið upp á svokölluðum osti í barnalauginni í Sundhöll Selfoss fannst í gærkvöldi á Selfossi en honum var stolið í síðustu viku. Þetta kemur fram í frétt á vefnum DFS.is

Gestir sundlaugarinnar og starfsmenn hennar geta því tekið gleði sín á ný en Gotta hafði verið sárt saknað, segir í fréttinni.

  Lögreglan færði Gotta inn í lögreglubíl og flutti hann á lögreglustöðina. Hann verður væntanlega settur á sinn stall á ostinum í dag.

Frétt mbl.is: Ostastrákurinn Gotti numinn á brott

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert