Þráteflið heldur áfram

mbl.is/Kristinn

„Ég er vongóð um framhaldið,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, á tólfta tímanum í gærkvöldi, skömmu eftir að hún sleit þingfundi. Hafðu hún þá frestað þingfundi sex sinnum í gær.

Formenn flokkanna funduðu síðdegis í gær og síðan fóru stjórnarliðar yfir málin innbyrðis án þess að það tækist að semja um þinglok.

Þingforseti boðaði til þingfundar klukkan 13.30 í dag og átti að nota tímann fram á nótt og fyrir hádegi til að finna leiðir til að ljúka þinginu. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telja nokkrir þingmenn ekki útilokað að þingið starfaði fram yfir páskahelgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert