Vegurinn lokaður vegna skriðufalla

Vestfirðir
Vestfirðir Af vef Bæjarins besta

Vestfjarðarvegur númer 60 um Kjálkafjörð er lokaður vegna skriðufalls um óákveðinn tíma.

Vegir á Suður- og Suðausturlandi eru greiðfærir að mestu en snjóþekja/krapi er þó frá Kvískerjum að Jökulsárlóni.

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Fróðárheiði. Hálka og éljagangur í Svínadal annars eru vegir á Vesturlandi greiðfærir.

Á Vestfjörðum er snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði en hálka á flestum öðrum fjallvegum. Greiðfært er að mestu á láglendi.

Á Norðurlandi vestra eru flestir vegir greiðfærir en þó eru hálkublettir og éljagangur á  Öxnadalsheiði og snjóþekja og éljagangur úr Fljótum í Siglufjörð.

Norðaustanlands eru hálkublettir á Mývatnsheiði en hálka á Mývatnsöræfum. Snjóþekja er á Hólasandi en ófært á Dettifossvegi annars eru hálkublettir nokkuð víða.

Á Austurlandi eru hálkublettir á fjallvegum en þó er snjóþekja á Vatnsskarði eystra og Öxi annars eru vegir greiðfærir að mestu á Austurlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert