Garðyrkjuverðlaunin afhent í áttunda sinn

Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir, Sólbyrgi, í Reykholtsdal hlutu …
Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir, Sólbyrgi, í Reykholtsdal hlutu hvatningarverðlaunin í ár. Hér eru þau ásamt Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem afhenti verðlaunin.

Í dag, sumardaginn fyrsta, var að venju opið hús í Garðyrkjuskólanum – Starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands. Garðyrkjuverðlaunin voru afhent í áttunda sinn, en með verðlaunaveitingunni vill LbhÍ heiðra þá sem staðið hafa sig vel í að vinna að framgangi garðyrkjunnar á ýmsum sviðum hennar, segir í tilkynningu.

Heiðursverðlaun garðyrkjunnar. Þessi verðlaun eru veitt þeim sem skarað hafa fram úr á sviði garðyrkjunnar að mati stéttarinnar og skólans. Heiðursverðlaunin hlaut Sigurður Albert Jónsson, garðyrkjufræðingur, sem var forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur í áratugi.

Verknámsstaður garðyrkjunnar. Þessi verðlaun eru veitt þeim verknámsstað sem hefur staðið sig sérlega vel við að leiðbeina nemendum skólans í verknámi. Elva Björk Jónatansdóttir, blómaskreytir og eigandi Bjarkarblóma hlaut þessi verðlaun.

Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar. Þessi verðlaun eru veitt aðilum sem eru að vinna að athyglisverðum og framsæknum nýjungum í greininni og eiga skilið að fá hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Þessi verðlaun hlutu hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir, Sólbyrgi, í Reykholtsdal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert