Dómaragreiðslur í Pepsideildinni: Meira greitt fyrir að dæma karlaleik en kvennaleik

Knattspyrnudómari sem dæmir í Pepsideild karla fær greiddar 39.450 krónur fyrir hvern leik innanbæjar en aðeins 15.400 krónur fyrir að dæma leik í Pepsideild kvenna.

Aðaldómari í kvennaknattspyrnu þarf því að dæma tvo og hálfan leik til að ná sömu upphæð og greidd er fyrir dómgæslu á einum karlaleik. Laun aðaldómara karlaleiks eru 156% hærri en laun aðaldómara kvennaleiks.

„Það eru bara gerðar meiri kröfur á leiki í karladeildinni,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. „Það má líka velta því fyrir sér hver launin eru í karlaboltanum miðað við kvennaboltann. Þau eru ábyggilega í svipuðum dúr,“ segir hann.

Sömu reglur eru í karla- og kvennadeildinni, jafnmargir eru inná, jafnmargar mínútur eru leiknar og jafnmikil þörf fyrir góðan dómara hvort sem það er karla- eða kvennaleikur. 60

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert