Leit hætt að hælisleitendum

Gámar í Grundartangahöfn.
Gámar í Grundartangahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Borgarnesi hefur hætt leit á hafnarsvæðinu á Grundartanga, þar sem talið var hugsanlegt að fleiri hælisleitendur leyndust en tveir slíkir voru handteknir þar í nótt. Þeir eru nú í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum, en þeir fóru frá FIT hostel í Reykjanesbæ.

Eftir er að taka skýrslu af mönnunum en að því loknu verður þeim væntanlega sleppt og þeir fluttir aftur á FIT hostel. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Borgarnesi voru mennirnir með eitthvað af munum á sér sem talið er að séu þýfi. Ekki liggur fyrir hvaðan mennirnir eru né hvert þeir vonuðust til að komast sem laumufarþegar frá Grundartanga.

Hælisleitenda leitað á Grundartanga

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert