Sandfok á Mýrdalssandi

Nú eru allar helstu leiðir á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum greiðfærar en þó eru hálkublettir á Þröskuldum.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en aðrir vegir eru að mestu greiðfærir.

Snjóþekja er á Vopnafjarðarheiði og Háreksstaðaleið en þar er einnig skafrenningur. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fjarðarheiði en hálkublettir á Oddskarði og  Breiðdalsheiði.  Vegurinn um Öxi er ófær.   Aðrar leiðir á Austur- og Suðausturlandi eru að mestu  greiðfærar en sandfok er á Mýrdalssandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert