Hvít jörð á Siglufirði

Eflaust brá Siglfirðingum nokkuð í brún þegar þeir vöknuðu í morgun og við þeim blasti hvít jörð. Hiti þar er nú rétt yfir frostmarki og samkvæmt spám má gera ráð fyrir lítilsháttar snjókomu þar eftir helgina.

Um tvö leytið í nótt byrjaði að snjóa og var jörðin orðin alhvít í morgun, að sögn Sigurðar Ægissonar fréttaritara. „Nú er hitastigið 1,1 gráða og hætt að snjóa. Einstaka sólargeislar brjótast fram og er þetta vonandi búið núna. Fuglarnir eru tiltölulega rólegir en lóan og krían eru dálítið ráðvilltar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert