Skólabörn festust í Krossá

Nemandi úr Garðaskóla tók þessa mynd af rútunum í Krossá.
Nemandi úr Garðaskóla tók þessa mynd af rútunum í Krossá. mbl.is

Rúta á leið í Þórsmörk með nemendur í 10. bekk í Garðaskóla innanborðs festist í rúman hálftíma í Krossá. Að sögn eins nemandans greip mikil skelfing um sig áðan þegar tók að flæða inn í rútuna en nemarnir eru í útskriftarferð.

„Við höllumst á hægri hliðina og það er traktor að reyna að draga okkur upp úr,“ sagði Stefanía Theodórsdóttir í samtali við blaðamann þar sem hún var föst í rútunni ásamt u.þ.b. 30 skólasystkinum sínum. Tókst að losa rútuna rétt áðan. Um borð voru einnig tveir kennarar. Þegar rútan hallaðist mest segir Stefanía að margir hafi öskrað og grátið en þeim var skipað að halda sig aftast í rútunni, vinstra megin. 

Náðist að rétta rútuna og hætti þá að flæða inn. Þó lak áfram aðeins inn um hurðina. „Það flæddi frekar mikið, við þurftum að taka allt dót af gólfinu. Það flæddi líka inn í farangursgeymsluna þannig að allt dótið okkar er blautt og maturinn okkar líka.“

Mynd úr safni sýnir Krossá flæða yfir veginn að Básum …
Mynd úr safni sýnir Krossá flæða yfir veginn að Básum í Þórsmörk. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert