Fæstir keisaraskurðir á Íslandi

Öruggt og gott er að fæða barn á Íslandi samkvæmt ...
Öruggt og gott er að fæða barn á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Ásdís Ásgeirsdóttir

Best er að fæðast á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Europersitat um heilsu og heilbrigðisþjónustu þungaðra kvenna og nýbura í Evrópu. Skýrslan er byggð á upplýsingum frá árunum 2006-2010 og koma 29 Evrópulönd að henni.
Rannsóknin sýnir að miðað við önnur lönd er áhætta meðgöngu og fæðingar lítil á Ísland og auk þess mjög öruggt að fæðast hér þar sem burðarmáls-, ungbarna- og barnadauði er hvergi lægri

Við kynningu skýrslunnar sagði landlæknir að mikilvægt væri að kona og barn fengju þá góðu þjónustu sem þau eiga skilið, því það sé upphafið að góðri heilsu til lengri tíma. Mikilvægt sé því að skoða þessi gögn og meta í samræmi við nágrannalönd.

Frjósemi mest á Íslandi

Í skýrslunni kemur fram að frjósemi er hæst á Íslandi og mun hærri en annars staðar á Norðurlöndum, en meðaltalið hér er 2,2 börn á konu. Til samanburðar má nefna að ef talan er komin undir 1,4 börn á konu telst þjóðin vera í útrýmingarhættu. Talan þarf að vera í kringum 2 til þess að um fjölgun sé að ræða.

Hér á landi eru fleiri ungar mæður en í hinum Norðurlöndum, þó svo að hlutfallið sé mun lægra en á Bretlandseyjum og í löndum Austur-Evrópu. 3,3% mæðra á Íslandi eru undir tvítugu þegar þær eiga. Tíðni fjölburafæðinga er fremur lág hér, eða 14,3 á 1.000 fæðingar, sem er svipað og annars staðar á Norðurlöndunum, utan Danmerkur, þar sem tíðnin er 21 af 1.000. Talið er að þessa lágu tíðni hér á landi megi að nokkru leyti rekja til breytinga sem gerðar voru árið 2009 á reglugerð um tæknifrjóvgun, þar sem óheimilt var gert að setja fleiri en einn fósturvísi í konu í senn þegar hún er undir 36 ára aldri.

Fæstir keisaraskurðir

Tíðni keisaraskurða er lægst á Íslandi, eða 14,8%, en hún er einnig lág eða undir 20% á öðrum Norðurlöndum. Meðaltalið í Evrópu er 25,2%. Flestir keisaraskurðir eru framkvæmdir á Kýpur, þar sem þeir eru 52,2% allra fæðinga.

Hér á landi eiga langflestar fæðingar sér stað á Landspítalanum, en á Íslandi voru um 72% fæðinga á sjúkrastofnun. Heimafæðingar eru fáar, en þær eru á svipuðu reiki og í Svíþjóð og Danmörku.

Tíðni spangarklippinga telst mjög lág hér á landi, en tíðni spangarrifa telst þó aftur á móti nokkuð há, eða 4,2%. Ragnheiður I. Bjarnadóttur, fæðingarlæknir, sagði að velta mætti fyrir sér af hverju þetta stafaði, en hluta ástæðunnar mætti ef til vill rekja til þess að spangarklippingar væru sjaldgæfar. Þetta tvennt færi að einhverju leyti saman og horfa þurfi því á þetta í samhengi.

Gögn um reykingar á meðgöngu, BMI stuðul móður, brjóstagjöf, atvinnu og menntun vantar hér á landi. Lagt var til að farið verði í að safna þeim gögnum með markvissari hætti.

Ekki nógu góð útkoma varðandi Apgar skilmerkin

Útkoma hvað varðar Apgar skilmerkin taldist þó ekki nógu góð og gengur að vissu leyti þvert á aðrar niðurstöður rannsóknarinnar, en 2,1% barna mældust undir fjórum stigum á árunum 2006-2009 við fimm mínútna Apgar próf. Þegar Apgar skilin eru notuð er verið að meta þörf á endurlífgun barna og svörun. Apgar stig eru mæld einni og fimm mínútum eftir fæðingu og tekið er meðal annars mið af gráti barns, vöðvaspennu, hjartslætti og litarhafti.

Fram kom að skýringin á þessu gætu legið í missamræmi í þýðingum skilmerkjanna. Þegar þau voru þýdd á íslensku var 1 stig gefið fyrir grátur, en 2 stig fyrir kröftugan grátur. Í löndunum í kringum okkur hefur 1 stig verið gefið fyrir grettu eða veikan grát og 2 stig fyrir venjulegan grát. Mögulega eru kröfurnar hér á landi strangari.

Að lokum áréttaði Ragnheiður að þennan góða árangur mætti ekki taka sem sjálfsagðan og að  standa þurfi vörð um hann. „Ung- og nýbarnadauði var hér mestur í allri Evrópu á 18. og 19. öld. Við höfum farið úr því, upp í að vera í fremstu röð.“

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni

mbl.is

Innlent »

Kona látin og tveir handteknir

Í gær, 23:04 Kona er látin og tveir menn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir alvarlegt atvik í Vesturbæ Reykjavíkur nú í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð

Í gær, 22:25 Sigríður Andersen segir skyndiákvörðun Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna eðlilegra trúnaðarsamtals hennar við forsætisráðherra sé dæmi um fullkominn skort á yfirvegun. Viðbrögð Viðreisnar séu þó sýnu verri. Meira »

Fær skaðabætur vegna raflosts í höfuð

Í gær, 22:03 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Austurlands þar sem viðurkennd var skaðabótaskylda VHE vegna líkamstjóns sem starfsmaður hlaut í vinnuslysi á gaffalverkstæði á Reyðarfirði. Meira »

Líkur á verulegum vatnavöxtum

Í gær, 21:45 Búast má við mikilli úrkomu á Suðausturlandi og á Austfjörðum á morgun og um helgina. Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands verða mjög líklega verulegri vatnavextir. Á laugardag má búast að hviður við Eyjafjalla- og Öræfajökul fari yfir 30 metra á sekúndu. Meira »

Kann ekkert annað en að sýsla með fisk

Í gær, 21:15 Kristján B. Magnússon rekur fiskbúðina Mos í Mosfellsbæ. Hann segir að margt sé að deyja út í fiskneyslu Íslendinga og ungt fólk fari á límingunum ef það fær eitt bein upp í sig. Meira »

Meðvitundarlaus eftir árekstur

Í gær, 20:56 Árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Álfheima á sjöunda tímanum í kvöld þegar tveir bílar skullu saman.  Meira »

Frá Mosó í National Geographic

Í gær, 20:30 Mynd sem tekin er í réttum í Mosfellsdal af bónda og hrúti hefur verið valin sem ein af myndum dagsins á vef National Geographic. Myndina tók Sóllilja Baltasarsdóttir ljósmyndari. Meira »

Ríkið sýknað í skötuselsmáli

Í gær, 20:45 Íslenska ríkið var í dag sýknað af skaðabótakröfu Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. fyrir Hæstaréttar. Glófaxi taldi ríkið bera skaðabótaábyrgð á tjóni vegna ólögmætrar úthlutunar á aflamarki skötusels fiskveiðiárin 2009-2012. Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

Í gær, 20:30 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Þarf að endurskoða aðgengi almennings

Í gær, 20:24 Nauðsynlegt er að endurskoða fyrirkomulag mála sem varða aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum úr stjórnsýslunni, sem er ekki nægilega skilvirkt. Þetta er mat stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem segir að einfalda þurfi málsmeðferð og hraða úrskurðum til hagsbóta fyrir almenning. Meira »

Drottningar saman í víking

Í gær, 20:20 „Við hittumst fyrir tilviljun á Slipper Room í New York í sumar, en það er kabarettstaður sem blandar saman m.a. dragi, burlesque og sirkusatriðum. Við vorum bókaðar til að vera með atriði sama kvöldið,“ segir Margrét Erla Maack burlesque-dansari í samtali við Morgunblaðið um það þegar hún rakst óvænt á dragdrottninguna Gógó Starr við að skemmta. Meira »

Mjaltakonu dæmd vangoldin laun

Í gær, 20:15 Fallist var á kröfu konu sem vann við mjaltir hjá félaginu Ljósaborg ehf. til heimtu vangoldinna launa fyrir Hæstarétti í dag. Konan fékk dæmdar tæplega 1,7 milljónir króna en fyrir lá að skriflegur ráðningarsamningur hafði ekki verið gerður. Meira »

Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Í gær, 19:59 Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær. Meira »

Sigríður með frumvarp um uppreist æru

Í gær, 19:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hyggst á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þingflokkanna. Þetta staðfestir Sigríður í samtali við mbl.is. Meira »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

Í gær, 18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Flugmenn hjá Icelandair funda á morgun

Í gær, 19:45 Samningur Félags íslenskra atvinnuflugmanna við Icelandair rennur út 30. september. Viðræður þeirra á milli hafa staðið yfir undanfarið, síðast í þessari viku, og er næsti fundur fyrirhugaður á morgun. Meira »

Björt framtíð mætti ekki

Í gær, 19:20 Enginn þingmanna Bjartrar framtíðar mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis í dag. Að sögn Unnsteins Jóhannssonar kom það flatt upp á alla í þingflokksherbergi Bjartrar framtíðar þegar viðstaddir áttuðu sig á því að fundurinn væri að verða búinn. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

Í gær, 18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...